Langar þig í sumarlegan og skemmtilegan kokteil?

Þessi sumarlegi drykkur mun sóma sér vel á 17. júní.
Þessi sumarlegi drykkur mun sóma sér vel á 17. júní. Samsett mynd

Hér er einn sumarlegur kokteill sem er bæði skemmtilegt að bera fram og bragðast vel. Það er sumarkeimur af þessum drykk en sírópið gefur drykknum þennan létta og ferska keim. Þessi kokteill ber enska heitið Hendrick‘s Flora Adora Clover Club.  

Hendrick‘s Flora Adora Clover Club

Fyrir einn

  • 7,5 cl Hendrick‘s Flora Adora Gin
  • 3 cl Monin Grenadine síróp
  • 3 cl Nýkreistur sítrónusafi
  • 1 stk. eggjahvíta
  • 3 stk. hindber
  • Klakar

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefni nema hindberin og klakann saman í kokteilhrista.
  2. Hristið vel til að mynda góða froðu.
  3. Bætið klökum út í kokteilhristarann og hristið vel í stutta stund til að kæla drykkinn.
  4. Síið/sigtið í Martini glas og skreytið með þremur hindberjum á pinna.
  5. Berið fram og skálið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert