„Guacamole“ að hætti súrkálsdrottningarinnar

Girnilegt „guacamole“ að hætti Dagnýju Hermannsdóttur.
Girnilegt „guacamole“ að hætti Dagnýju Hermannsdóttur. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór Árnason

Þá er komið að súrkálssalati vikunnar frá súrkálsdrottningunni Dagnýju Hermannsdóttur sem veit allt um súrkál. Að þessu sinni er deilir hún með lesendum Matarvefsins girnilegu „guacamole“ en þetta er kannski ekki eiginlegt salat, í það minnsta allavega grænmeti. Súrkál og avókadó passa mjög vel saman og það er líka kjörið að bæta góðu súrkáli í „guacamole og fá þannig fullt af góðgerlum og ensímum sem hjálpa til við meltinguna. Allra best finnst Dagnýju að nota Sítrónukálið ljúfa en Curtido kemur líka vel út í þessari uppskrift. Dagnýju finnst gott að hafa hlutföllin eins þau birtast í uppskriftinni.

Avókadó og súrkál passar mjög vel saman.
Avókadó og súrkál passar mjög vel saman. mbl.is/Eyþór Árnason

Guacamole að hætti súrkálsdrottningarinnar

  • 200 g  avókadó
  • 120 g Sítrónukálið ljúfa eða Curtido
  • 2 hvítlauksrif

Aðferð:

  1. Maukið allt saman í blandara, ef hann er ekki við hendina má saxa súrkálið og hvítlaukinn og stappa avókadóið og blanda vel saman.
  2. Ef blandan er of þykkt má bæta dálitlum súrkálssafa út í eða 1-2 matskeiðum af vatni.
  3. Þetta geymist í nokkra daga í kæli.
  4. Berið fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert