Helga Magga gerir gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu

Gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu.
Gómsætar eggjanúðlur í hnetusmjörssósu. Samsett mynd

Helga Magga heilsumarkþjálfi og samfélagsmiðlastjarna elskar fátt meira ein einfalda og fljótlega matargerð. Hún leitast eftir því að vera með rétti sem hægt er að galdra fram á augabragði líkt og þennan gómsæta eggjanúðlurétt í hnetusmjörssósu. Fullkominn réttur til að njóta í miðri viku á meðan veðurguðirnir gráta fyrir utan gluggann.

Eggjanúðlur í hnetusmjörssósu

  • 4 kjúklingabringur (u.þ.b. 850 g)
  • 400 g spergilkál
  • 300 g eggjanúðlur (hráar)
  • Kasjúhnetur til að skreyta með í lokin ef vill

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera kjúklinginn í bita og steikið hann síðan þar til hann er fulleldaður og setjið hann svo til hliðar.
  2. Skerið spergilkálið í hæfilega bita og steikið það svo á pönnunni.
  3. Setjið smá vatn á pönnuna til að mýkja kálið.
  4. Setjið síðan spergilkálið til hliðar.
  5. Síðan er gerið þið sósuna.

Hnetusmjörssósa

  • 4 msk. hnetusmjör (60 g)
  • 2 msk. sojasósa
  • 4 msk. ostrusósa (60 g)
  • 2 msk. sriracha hot sósa
  • 2 hvítlauksrif
  • 6 msk. hrísgrjóna edik (100 g)
  • 2 msk. sesamolía
  • 200 ml vatn eða meira

Aðferð:

  1. Lagið sósuna á pönnunni.
  2. Látið malla í nokkrar mínútur.
  3. Sjóðið eggjanúðlurnar á meðan.
  4. Setjið síðan núðlurnar út í sósuna á pönnunni ásamt kjúklingnum og spergilkálinu.
  5. Mjög gott að setja smá muldar kasjúhnetur yfir í lokin eða á hvern disk.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert