Vissir þú þetta allt um myntu?

Það er vel þess virði að eiga myntu heima, hún …
Það er vel þess virði að eiga myntu heima, hún er einstaklega fjölhæf kryddjurt sem er bæði góð fyrir líkama og sál. Samsett mynd

Mynta er fjölær planta sem á auðvelt uppvaxtar alls staðar í heiminum. Hún dreifir sér auðveldlega með rótarskotum. Henni líður best í skugga og vert að passa vel að hún sé ekki á of sólríkum stað en samt björtum. Til eru um 13-18 mismunandi tegundir af myntu og allar ilma þær og bragðast ljómandi vel. Mynta getur orðið allt 10-120 sentimetrar á hæð. Laufin geta verið allt frá dökkgrænum niður í ljósgrá og frá fjólubláum til ljósgulra. Blómin geta verið hvít eða  fjólublá. Hún þarf skjól og góða birtu, og sé hún höfð inni verður hún að vera í björtum glugga og vökvast í skálina hvern dag með áburði.

Mynta er góð í sælgæti, kokteila og í eftirrétti

Mynta er mikið notuð í sælgæti, eftirrétti, í kokteila og til skrauts þegar ýmis konar réttir eru bornir fram. Hún er mjög góð í fisk- og kjúklingarétti og með svína- og lambakjöti. Hún er einstaklega góð í maríneringu, sósur og þeyting svo fátt sé nefnt. Hún gegnir aðalhlutverki í uppáhaldsdrykk margra sem er Mojito og án hennar væri Mojito ekki til.

Þess vegna er gott að eiga myntu

Vert er líka að hafa í huga að mynta er góð fyrir líkama og sál. Hér eru nokkrar ástæður fyrir því að þú ættir að fá þér myntu í potti og leyfa henni að vaxa og dafna í eldhúsinu eða á góðum stað á heimilinu.

  • Myntan er góð fyrir meltinguna, hún ætir meltinguna þína og það er gott að drekka myntute reglulega.
  • Myntan getur stuðla að lækningu þegar meltingarvandamál eru annars vegar miða við þær rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum myntu.
  • Myntan hefur góð áhrif á lungun og ef þú ert með astma eða öndunarörðuleika er myntan góð til að anda að sér og enn og aftur er gott að fyrir þig að fá þér myntute ef astmi er til staðar.
  • Mynta getur lækkað í þér blóðþrýstinginn því hún er kalsíumrík en kalíum hefur góð áhrif á blóðþrýstinginn.
  • Mynta eyðir bakteríum sem valda skemmdum og andremmu. Það er ástæða að mynta er oft notuð í tannkrem, munnsprey og fleiri vörur
  • Ferskt myntute getur hjálpað þér með stress og þunglyndi, það er upplífgandi að finna ilminn og bragðið að myntu.
  • Mynta getur læknað ógleði, ef þú finnur fyrir ógleði getur verið gott að vera með myntu-ilmkjarnaolíu.
  • Mynta hefur áhrif á minnið þitt og hefur áhrif á andlega líðan þína. Myntuolía er til að mynda mikið notuð í jógatímum og veitir vellíðan og slökun.
  • Myntulauf geta minnkað sársauka, til að mynda höfuðverk, vöðva- og magaverki svo fátt sé nefnt. Þá er lag að blanda saman sjávarsalti ásamt af myntuolíu og ólfíuolíu og bera á þreyta og sára fætur.
  • Loks er talið samkvæmt rannsóknum að mynta getu komið í veg fyrir krabbamein. Myntulauf innihalda mentól sem hjálpar við að koma í veg fyrir alls kyns krabbamein.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert