Amma mín heitin og nafna, Sjöfn, var einstakur kokkur og lagaði besta heimilismatinn að mínu mati. Ég var svo heppin að eignast uppskriftabókina hennar, þar sem hún ritaði allar sínar uppáhaldsuppskriftir og setti inn blaðaúrklippur með uppskriftum að ýmum kræsingum sem heilluðu hana. Ég kíki reglulega í uppskriftabókina hennar ömmu og vel rétt eða köku sem kitla bragðlaukana og vekja upp góðar minningar.
Amma lagaði ómótstæðilega góðar súpur og allar voru þær gerðar frá grunni. Hún gerði til að mynda þessa ljúffengu sveppasúpu, væntanlega er komin úr smiðju langömmu minnar, sem upplagt er að bjóða upp á í forrétt fyrir sunnudagssteikina eða hreinlega bjóða upp á hana í kvöldverð ásamt nýbökuðum brauðbollum. Hægt er að leika sér með uppskriftina og setja ykkar fingrafar á súpuna.
Sveppasúpan hennar ömmu Sjafnar
Fyrir 3-4 í forrétt/ 2 í aðalrétt
Aðferð: