Allir ættu að ráða við vikumatseðilinn hennar Freydísar á Ártanga

Freydís Gunnarsdóttir á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni.
Freydís Gunnarsdóttir á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Aðsend

Freydís Gunnarsdóttir lífskúnstner og sælkeri á Ártanga á heiðurinn af vikumatseðlinum af þessu sinni. Hún býður upp á fjölskylduvænan og einfaldan vikumatseðil sem allir ættu að ráða við. Freydís er fjölskyldumanneskja sem nýtur sín allra best úti í náttúrunni og innan um ilmandi kryddjurtir. Aul þess sem hún elskar að ríða út.

„Ég er fjögra barna móðir og bý með manni mínum Andrei og börnum á Ártanga. Ég útskrifaðist af hestabraut við Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 2017 og mitt helsta áhugamál er hestamennska,“ segir Freydís.

Tekur við rekstrinum á Ártanga

Freydís hefur unnið með foreldrum sínum á Ártanga þar sem frægu kryddjurtirnar sem koma frá sem hægt er að fá í helstu matvöruverslununum landsins. „Nú hef ég ákveðið að taka við rekstrinum á Gróðrarstöðinni á Ártanga en foreldrar mínir byrjuðu með ræktun þar sem hefur dafnað og blómstrað síðastliðin ár. Ég hef allt mitt líf verið viðloðandi í ræktunina og kann því ýmislegt sem við kemur henni en ég á auðvitað heilmargt eftir ólært. Okkar helsta ræktun eru kryddjurtirnar og svo erum við með sumarblóm á sumrin og túlípana á veturna. Ég er endalaust stolt af foreldrum mínum að hafa byggt upp svona flott fyrirtæki og ég ætla að gera mitt allra besta að halda í gæðin og fegurðina á plöntunum sem koma frá okkur,“ segir Freydís með bros á vör.

Hún deilir hér með lesendum vikumatseðlinum fyrir komandi viku sem hún er sannfærð um að allir ætti að ráða við og finna eitthvað við sitt hæfi.

Mánudagur – Lasanja með kryddjurtum

„Allir í fjölskyldunni elska lasanja og svo er það líka gott daginn eftir í hádegismatinn svo ég vel þetta girnilega lasanja og svo er svo gott að ausa allskonar kryddjurtum í svona rétti.“

Þriðjudagur – Lúxus lax

„Mér finnst þriðjudagar vera fiskidagar kannski eftir að það var alltaf fiskur í mötuneytinu í skólanum á þriðjudögum. Fyrir valinu varð laxinn hann er svo æðislega góður.“

Miðvikudagur – Fullkomið pasta

„Einfaldur og góður pastaréttur klikkar aldrei.“

Fimmtudagur - Gúllassúpa

„Við borðum oft súpur og þá ávallt matarmikla með kjöti.“

Föstudagur – Kjötbollur á marokkóska vísu

„Kjötbollur eru svo góðar.“

Laugardagur – Grilluð kjúklingaspjót

„Við elskum grillaðan kjúkling og þessi kjúklingaspjót eru algjört eðal á laugardagskvöldum.“

Sunnudagur – Klassískt lambalæri eins og það gerist best

„Á sunnudögum hefur maður oft meiri tíma í eldamennskuna og þá vel ég gjarnan ljúffenga íslenska lambalærið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert