Hindberjasorbet sem þú átt eftir að elska

Frískandi og léttur hindberjasorbet.
Frískandi og léttur hindberjasorbet. Samsett mynd

Það er svo frískandi og létt að fá sér góðan sorbet í eftirrétt eða á heitum degi. Þennan sorbet með hindberjum gerir ég gjarnan á þegar mig langar í ferska eftirrétt sem léttir meltinguna og gleður bragðlaukana. Sorbet er líka afar frískandi að njóta á heitum degi og miklu léttara í maga en ís. Það tekur smá tíma að gera sorbetinn þar sem það þarf bæði að kæla blöndunnar og frysta til að úr verði sorbet. Gott er að gera sorbetinn daginn fyrir notkun. Einnig er gaman að eiga auka hindber og myntulauf til að skreyta réttinn þegar hann er borinn fram.

Hindberjasorbet

Fyrir 5-6

  • 250 hindber, fersk
  • Safi úr ½ sítrónu
  • ½ dl sykur
  • 1 ¼ dl vatn

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skola hindberin upp úr köldu vatni.
  2. Setjið hindberin í pott ásamt sykrinum og vatni.
  3. Látið suðuna koma upp og hrærið reglulega í blöndunni.
  4. Látið sjóða í um það bil 2-3 mínútur.
  5. Sigtið síðan berin gegnum grisju til að fá tæran safa.
  6. Kælið um stund og gerið sírópið.

Síróp

  • 1 ¼ dl vatn
  • 100 g sykur

Aðferð:

  1. Setjið vatn og sykur í góðan pott og gerðarlegan pott.
  2. Látið suðuna koma upp og látið sjóða í 4-5 mínútur.
  3. Kælið.

Samsetning á hindberjasafanum og sírópinu

  1. Hellið hindberjablöndunni ásamt sírópi og blanda vel sama í ísvél.
  2. Setjið síðan inn í frysti.
  3. Frystið í minnst 4 klukkustundir eða lengur.
  4. Ef þið eigið ekki ísvél getið þið sett blönduna í skál og hrært með handþeytara. Setja síðan í frysti og taka út um það vil 20 til 30 mínútna fresti og hræra aftur með handþeytara með sorbetinn er að taka sig.
  5. Þegar þið berið sorbetinn fram er lag að taka til falleg glös á fæti eða skálar og nota ísskeið til að skafa kúlur úr sorbetinu. Gott ráð er að dýfa skeiðinni ávallt í kalt vatn áður en hver kúla er gerð.
  6. Skreytið síðan með hindberjum og myntulaufum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert