Þú getur grillað hvar sem er

Kristján Kristjánsson leiksstjóri og Hafþór Úlfarsson markaðsstjóri SS eru afar …
Kristján Kristjánsson leiksstjóri og Hafþór Úlfarsson markaðsstjóri SS eru afar ánægðir með útkomuna á nýrri auglýsingu fyrir SS. Samsett mynd

Það telst alltaf til tíðinda þegar rótgróið vörumerki fer í stóra markaðsherferð og frumsýnir nýja sjónvarpsauglýsingu, hvað þá þegar vinsælt lag frá einni af eftirlætis hljómsveitum þjóðarinnar leikur þar lykilhlutverk. Landsmenn hafa undanfarna daga tekið eftir sumarlegum grillauglýsingum frá SS þar sem Stuðmannalagið sívinsæla, Energí og trú, hljómar í nýrri og hressilegri útgáfu, með breyttum texta í takt við tilefnið. Enda fer vel á því að grilla hvar og hvenær sem er í hinu margbreytilega íslenska sumri.

Grill manía sem heltekur íslensku þjóðina

„Ein af sterkustu, og að mínu mati skemmtilegustu, hefðum íslensku þjóðarinnar er þessi grill manía sem heltekur hana um leið og byrjar að sjást til sólar. Okkur langaði að tengja þessa hefð við grillkjötið frá SS og leggja sérstaka áherslu á að það sé jú alltaf tími fyrir grill,“ segir Kristján Kristjánsson leikstjóri sem hafði veg og vanda af auglýsingunni fyrir hönd framleiðslufyrirtækisins Kraumar. „Energí og trú passaði svo fullkomlega inn í þær pælingar með þessum breytta texta sem vísar samt skemmtilega til upprunalega textans,“ segir Kristján og bætir við höfundar lagsins, Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson hafi strax tekið vel í hugmyndina. Það hafi svo gert þetta allt enn áhugaverðara þegar í ljós kom að Steinþór Skúlason, forstjóri SS og Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon hafi alist upp í sömu blokkinni við Eskihlíð 10, blokk þar sem margir þjóðþekktir einstaklingar slitu barnsskónum. „Og svo komumst við líka að því að nafn hljómsveitarinnar var víst ákveðið í rauðri Cortinu fyrir utan þessu ágætu blokk.“

Á einum af tökustöðunum.
Á einum af tökustöðunum. Ljósmynd/Aðsend

Sterk skírskotun í lag Stuðmanna

Hafþór Úlfarsson, markaðsstjóri SS, segir að hugmyndin hafi strax vakið lukku hjá fyrirtækinu: „Okkur fannst þetta frábær hugmynd og það er gaman að hafa svona sterka skírskotun í lag sem flutt var af þessari einstöku hljómsveit sem Stuðmenn eru,“ segir Hafþór. „Þessi nýja útgáfa lagsins er kröftug og passar vel við þann hressa, sumarlega anda sem auglýsingin ber með sér.“

Sumarið brosir svo sannarlega við okkur

Aðspurður um það hvernig hefði gengið að halda utan um þessa metnaðarfullu framleiðslu og finna fallegt sumarveður á köldum vordögum segir leikstjórinn Kristján að það hafi í raun gengið vonum framar. „Það var frábært teymi sem kom að verkefninu og við gripum tækifærið þegar sumarið ákvað að sýna sig í sviphendingu fyrir norðan. Hluti teymisins var á staðnum en önnur fluttum við með hraði norður yfir heiðar og þó það hafi verið áskorun þá gekk það allt upp að lokum,“ segir Kristján og bætir við að óhætt sé taka undir að það hafi tekist til því sumarið brosir svo sannarlega við Íslendingum í þessari skemmtilegu herferð.

Það var líka farið út á sjó í tökunum.
Það var líka farið út á sjó í tökunum. Ljósmynd/Aðsend
Íslensk náttúra fær að njóta sín í auglýsingunni.
Íslensk náttúra fær að njóta sín í auglýsingunni. Ljósmynd/Aðsend
Rigningin er líka góð.
Rigningin er líka góð. Ljósmynd/Aðsend
Grillstemning á tökustað.
Grillstemning á tökustað. Ljósmynd/Aðsend
Verið að njóta.
Verið að njóta. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert