Verður þetta sumardrykkurinn í ár?

Sumardrykkur með melónukúlum er einstaklega svalandi og góður.
Sumardrykkur með melónukúlum er einstaklega svalandi og góður. Samsett mynd

Ég prófaði þennan sumardrykk um helgina og þetta er svo svalandi og góður drykkur. Allir geta drukkið þennan og hann getur ekki klikkað. Í aðalhlutverki í þessum sumardrykk eru melónur, þrjár tegundir, vatnsmelóna, cantaloup-melóna og galíu-melóna. Uppskriftina fann ég á Instagram-síðu samfélagsmiðlastjörnunnar Macy Blackwell og ákvað að prófa. Hver og einn getur fyllt sinn sumardrykk með þessum dásamlegum melónukúlum sem halda drykknum kældum og ferskum á einstakan hátt.

Sumardrykkur með melónukúlum

  • 1 stk. vatnsmelóna
  • 1 stk. melóna cantaloup
  • 1 stk. melóna galía
  • 1 l vatn, sódavatn, Sprite Zero eða hvaða drykkur sem ykkur langar að fylla með melónukúlum.

Til skrauts

  • Límónusneiðar
  • Myntulauf

Aðferð:

  1. Notið melónukúluskeið til að búa til kúlur úr hverri melónu.
  2. Skerið niður afganga af melónunum og setjið í ílát og eigið til að borða þegar hungrið kallar.
  3. Frystið melónukúlurnar í nokkrar klukkustundir, 3 til 4 klukkustundir.
  4. Finnið til fallega og stóra könnu og fyllið með melónukúlum.
  5. Bætið síðan við vatni, sódavatni, Sprite Zero eða þeim drykk sem ykkur langar að njóta með melónukúlunum.
  6. Hellið í falleg glös og skreytið með límónusneiðum og myntulaufum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert