Er þessi espresso bananakaka eitthvað fyrir þig?

Espresso bananakaka með vanillu, kanill og kaffikremi fyrir kaffiaðdáendur.
Espresso bananakaka með vanillu, kanill og kaffikremi fyrir kaffiaðdáendur. Ljósmynd/Valla Gröndal

Hér er komin uppskrift að köku sem á eftir að gleðja þá sem elska að finna kaffibragð af kökunni sinni. Það eru ekki allir hrifnir af kaffi í kökur en þeir sem elska kaffi elska kökur eins og þessa. Þetta er kaka inniheldur banana, vanillu, kanill og kaffi og passar vel saman að mati Valgerðar Grétu Gröndal köku-og matarbloggara. Valgerður, er alla jafna kölluð Valla, heldur úti sínum eigin uppskriftavefnum hér þar sem hún deilir með lesendum sínum uppáhaldsuppskriftum. Hún á heiðurinn af þessari uppskrift og segir að þetta vera stórkostlega blöndu.

„Kakan sjálf er mjög mjúk en aðeins þétt í sér. Kremið er síðan svo ólýsanlega gott. Aðferðin við það er aðeins öðruvísi en við eigum að venjast en passar svo vel með kökunni. Og líklega flestum kökum ef því er að skipta,“ segir Valla þegar hún er spurð út í kökuna og kremið.

Expresso bananakaka með vanillu, kanil og kaffikremi

Botninn

  • 140 g hveiti
  • 1 tsk. lyftiduft
  • ½ tsk. matarsódi
  • ½ tsk. sjávarsalt
  • 1 tsk. kanill
  • ½ tsk. vanillukorn frá Rapunzel
  • 120 ml mjólk
  • 1 ½ msk. skyndikaffiduft
  • 100 g sykur
  • 60 ml jurtaolía
  • 1 stórt egg
  • 2 meðalstórir, þroskaðir bananar
  • 1 tsk. kakó frá Rapunzel, til að dusta yfir kökuna

Kremið

  • 85 g smjör
  • 100 g púðursykur
  • 3 msk. mjólk
  • 1 msk. skyndikaffiduft
  • ¼ tsk. vanillukorn frá Rapunzel
  • 240 g flórsykur

Aðferð:

  1. Byrjið á því að undirbúa kremið.
  2. Setjið smjör, púðursykur og 2 msk. af mjólkinni í lítinn pott.
  3. Bræðið saman við meðalhita og þegar blandan fer aðeins að búbbla takið þið pottinn af hellunni.
  4. Hrærið vanillu og kaffi saman við.
  5. Setjið blönduna í hitaþolna skál og kælið.
  6. Hitið ofninn í 175°C  með blæstri.
  7. Smyrjið 20 cm hringlaga form og setjið til hliðar.
  8. Blandið þurrefnunum saman í skál.
  9. Setjið mjólkina í lítinn pott ásamt kaffiduftinu.
  10. Velgið mjólkina þar til kaffiduftið hefur leyst upp.
  11. Stappið bananana og setjið aðeins til hliðar.
  12. Í annarri skál þeytið saman sykur, olíu, vanillukorn, egg og kaffimjólkina. Setjið þurrefnin saman við ásamt stöppuðu bönununum.
  13. Setjið deigið í formið og bakið í 30 mínútur eða þar til prjónn sem stungið er í kökuna kemur hreinn út.
  14. Kælið botninn á grind.
  15. Þegar púðursykursblandan er orðin köld er hægt að klára að útbúa kremið.
  16. Setjið blönduna í skál ásamt flórsykrinum og 1 msk. af mjólk. Þeytið saman þar til kremið er orðin létt og ljóst.
  17. Smyrjið kreminu á kalda kökuna og dustið kakódufti yfir.
  18. Berið fram með góðum kaffibolla eða því sem ykkur langar að drekka með kökunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert