Girnilegar grillaðar risarækjur með klístraðri hvítlauks- og hunangssósu

Girnilegar grilluðu risarækjurnar í hvítlauks- og hunangssósunni.
Girnilegar grilluðu risarækjurnar í hvítlauks- og hunangssósunni. Ljósmynd/Linda Ben

Á þess­um árs­tíma er unaðslegt að njóta góðra sjáv­ar­rétta með sum­ar­legu ívafi. Grillaðar tígris­rækj­ur eiga vel við á góðum degi og ávallt er gam­an að leika sér með marín­er­ing­una sem notuð er ásamt meðlæti. Þessi upp­skrift að grilluðum ris­arækj­um með klístraðri hvít­lauks- og hun­angssósu er æðis­leg, rækj­urn­ar eru svo bragðgóðar og gott er að strá aðeins af fersku kórí­and­er yfir rækj­urn­ar þegar þær eru born­ar fram. Heiður­inn af upp­skrift­inni á Linda Ben upp­skrifta­höf­und­ur en hún gerði upp­skrift­ina fyr­ir upp­skrifta­vef­inn Ger­um dag­inn girni­leg­an sem býður upp á fjöl­breytt úr­val af girni­leg­um rétt­um.

Girnilegar grillaðar risarækjur með klístraðri hvítlauks- og hunangssósu

Vista Prenta

Grillaðar tígris­rækj­ur með klístraðri hvít­lauks- og hun­angssósu

Fyr­ir 3 -4 

  • 400 g stór tígris­rækja frá Sæl­kera­fisk
  • ¼ fersk­ur an­an­as
  • 50 g smjör
  • 1 dl hun­ang
  • 2 msk. sojasósa
  • 2-3 hvít­lauks­geir­ar
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Ferskt kórí­and­er (má sleppa)
  • Sítr­ón­ur eft­ir smekk
  • Grillp­inn­ar eft­ir þörf­um

Aðferð:

  1. Best er að láta grillp­inn­ana liggja í bleyti í um það bil 20 mín­út­ur áður en matn­um er raðað á pinn­ana.
  2. Setjið smjör, hun­ang og sojasósu ofan í lít­inn pott og sjóðið sam­an, rífið hvít­lauks­geir­ana út í og kryddið með salti og pip­ar, sjóðið þar til sós­an hef­ur þykknað og lík­ist sírópi.
  3. Skerið fersk­an an­an­as í bita, takið börk­inn af. Raðið ris­arækj­um og an­an­as á pinn­ana til skipt­is, penslið svo­lítið af sós­unni yfir pinn­ana.
  4. Grillið pinn­ana á báðum hliðum í 3-5 mín­út­ur á hvorri hlið eða þar til rækj­urn­ar eru eldaðar í gegn, penslið meira af sós­unni yfir pinn­ana á meðan verið er að grilla.
  5. Setjið á viðarbretti eða fat og berið fram með fersku kórí­and­er og sítr­ónu­bát­um eða sneiðum.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert