Sá fyrsti með góðgerlum í Evrópu

Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður vöruþróunar hjá Ölgerðinni, er spenntur að …
Guðni Þór Sigurjónsson, forstöðumaður vöruþróunar hjá Ölgerðinni, er spenntur að sjá hver viðbrögð landans verða við fyrsta safanum sem inniheldur góðgerla sem framleiddur er hér á landi. Samsett mynd

Ölgerðin hefur í samstarfi við þýska fyrirtækið ADM WILD þróað nýjan virknisafa með viðbættum ES1-HT góðgerlum eins og greint er frá í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Safinn ber heitið Floridana Vellíðan og er fyrsti ávaxtasafi í Evrópu sem inniheldur þessa tegund góðgerla og einnig er þetta fyrsta skipti sem boðið er upp á ávaxtasafa með góðgerlum hérlendis.

Mikil aukning í eftirspurn eftir góðgerlum

„Við höfum séð mikla aukningu í eftirspurn eftir góðgerlum og ljóst að margir vilja efla þarmaflóruna og styrkja þar með varnir líkamans. Við vildum búa til drykk sem væri bragðgóð leið til að taka inn góðgerla og hófum því þróun á ávaxtasafa með góðgerlum í samstarfi við fyrirtækið ADM WILD sem er meðal þeirra fremstu í heiminum á þessu sviði. Úr varð ljúffeng blanda af jarðarberjum, appelsínum og eplum ásamt ES1-HT-góðgerlum, en Floridana er fyrst í Evrópu til að þróa safa af þessari tegund,” segir Guðni Þór Sigurjónsson forstöðumaður vöruþróunar hjá Ölgerðinni.

ES1-HT-gerlarnir eru mjólkursýrugerlar, en klínískar rannsóknir hafa sýnt fram á að gerlarnir geti stutt við meltingu og meltingarveg, og stuðlað að heilbrigðri þarmaflóru. Nafnið Floridana Vellíðan vísar til jákvæðra áhrifa góðgerla á líðan og heilsu.

Lykilframleiðandi í Norður Evrópu

Ann-Marie Nordahl frá ADM, sem er framsækinn leiðtogi á sviði þarmaflórurannsókna, kom til landsins til að fylgjast með fyrstu flöskunum renna af færibandi Ölgerðarinnar.

„Við hjá ADM erum einstaklega ánægð með samstarfið við Ölgerðina sem er lykilframleiðandi í Norður-Evrópu. Sýnir Ölgerðin fram á spennandi möguleika á að setja á markað ávaxtasafa með ES1-góðgerlunum, en þetta lýsir einnig því nýsköpunarhugarfari og hraða í aðgerðum sem þarf að hafa sem brautryðjandi á svæðinu,” segir Ann-Marie.

Floridana Vellíðan er einstakur drykkur sem býður upp á alveg nýja blöndu af ávöxtum og góðgerlum. Við hlökkum mikið til að sjá viðbrögðin sem þessi nýjung á safamarkaði fær og það er einstaklega gaman að geta boðið íslenskum neytendum upp á framsækna innlenda framleiðslu á borð við Floridana Vellíðan,” segir Guðni Þór og er spenntur að sjá hver viðbrögðin verða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert