Sumarlegur réttur með stracciatella og tómötum

Stracciatella með bökuðum tómötum og basilíkublöðum sem fanga augu fagurkerans …
Stracciatella með bökuðum tómötum og basilíkublöðum sem fanga augu fagurkerans og matgæðingsins. Ljósmynd/Hanna Thordarson

Þess­ir rétt­ur topp­ar allt, hann er bæði ein­fald­ur og ein­stak­lega góður. Þenn­an rétt má bera fram sem dög­urð, for­rétt eða smá­rétt. Hanna Thor­d­ar­son kera­miker og sæl­keri á heiður­inn af þess­ari upp­skrift líkt og af straccia­tella-upp­skrift­inni sem við birt­um á dög­un­um hér á Mat­ar­vefn­um.

Gott er að ein­falda vinn­una í kring­um rétt­inn með því að for­vinna mikið af hon­um en straccia­tella má út­búa dag­inn áður og tóm­at­arn­ir þurfa að vera tæpa klukku­stund í ofn­in­um þannig að það er upp­lagt að baka þá fyrr um dag­inn. Síðan má auðvitað líka vera með heima­bakað brauð og und­ir­búa það með fyr­ir­vara. Ef til eru súr­deigs­sneiðar í fryst­in­um er upp­lagt að nota þær, rista á pönnu eða í brauðrist­inni. 

Sumarlegur réttur með stracciatella og tómötum

Vista Prenta

Straccia­tella með bökuðum tómöt­um

  • 500 g litl­ir tóm­at­ar, skorn­ir í tvennt
  • 2 tsk. syk­ur
  • 2 msk. hvít­vín­se­dik
  • 2 msk. olía
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Sam­setn­ing

  1. Heima­gert straccia­tella, sjá upp­skrift hér
  2. 3 stilk­ar basilíka, blöðin söxuð
  3. 2 msk. ólífu­olía
  4. Salt og pip­ar eft­ir smekk
  5. 4 brauðsneiðar að eig­in val

Aðferð:

  1. Stillið ofn­inn á 160°C.
  2. Leggið tóm­ata á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír.
  3. Látið af­skornu hliðina vísa upp, blandið sam­an sykri, olíu og ed­iki sam­an í skál og dreifið yfir tóm­at­ana. 
  4. Saltið og piprið eft­ir smekk.
  5. Bakið tóm­at­ana í 50 mín­út­ur eða þar til þeir verða mjúk­ir.

Sam­setn­ing

  1. Setjið straccia­tella á fat eða fjóra diska, setjið tóm­ata ofan á, basilíku, olíu og dreifið salti og pip­ar yfir.
  2. Berið fram með ný­bökuðu eða ristuðu brauði að eig­in vali.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert