Þessir réttur toppar allt, hann er bæði einfaldur og einstaklega góður. Þennan rétt má bera fram sem dögurð, forrétt eða smárétt. Hanna Thordarson keramiker og sælkeri á heiðurinn af þessari uppskrift líkt og af stracciatella-uppskriftinni sem við birtum á dögunum hér á Matarvefnum.
Gott er að einfalda vinnuna í kringum réttinn með því að forvinna mikið af honum en stracciatella má útbúa daginn áður og tómatarnir þurfa að vera tæpa klukkustund í ofninum þannig að það er upplagt að baka þá fyrr um daginn. Síðan má auðvitað líka vera með heimabakað brauð og undirbúa það með fyrirvara. Ef til eru súrdeigssneiðar í frystinum er upplagt að nota þær, rista á pönnu eða í brauðristinni.
Stracciatella með bökuðum tómötum
Samsetning
Aðferð:
Samsetning