Heimagerður Oreo bragðarefur

Girnilegur bragðarefur sem gleður bragðlaukana.
Girnilegur bragðarefur sem gleður bragðlaukana. Ljósmynd/Berglind Hreiðars

Bragðarefur í ísbúðum landsins nýtur mikilla vinsælda en kostar líka skildinginn. Það er lítið mál að gera sinn uppáhaldsbragðaref heima og miklu hagkvæmara fyrir budduna. Það veit Berglind Hreiðars hjá Gotterí og gersemar vel. Hér er á ferðinni uppskrift að bragðaref úr hennar smiðju sem nýtur mikilla vinsælda á hennar heimili. Algjör bomba þessi bragðarefur. Hver og einn getur síðan gert sinn eigin bragðaref og sett í hann það góðgæti sem heillar mest. Sjáið Berglindi geri sinn bragðaref hér fyrir neðan. 


Oreo bragðarefur
Fyrir 2-4, fer eftir stærð glasa/skammta

  • 1 l vanilluís
  • 100 ml nýmjólk
  • 8 Oreokexkökur með hindberja og vanillubragði + meira á milli og til skrauts
  • 125 g hindber + meira á milli og til skrauts
  • Þykk saltkaramellu íssósa

Aðferð:

  1. Setjið ís, mjólk og Oreokex saman í blandara og blandið vel.
  2. Setjið hluta af blöndunni í nokkur glös og setjið smá karamellusósu, hindber og mulið Oreo yfir.
  3. Setjið þá meiri ísblöndu og toppið að nýju með hindberjum, muldu Oreo og karamellusósu.
  4. Berið fram og njótið strax. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert