Guðdómlega góð kóríander-dressing

Kóríander-dressing sem kemur úr smiðju mæðgnanna Hildar Ársælsdóttur og Sollu …
Kóríander-dressing sem kemur úr smiðju mæðgnanna Hildar Ársælsdóttur og Sollu Eiríks. Samsett mynd

Mæðgurnar Hildur Ársælsdóttir og Sólveig Eiríksdóttir, alla jafna kölluð Solla Eiríks, eru snillingar í því að búa til hollar og ljúffengar dressingar og sósur sem má nota með alls konar réttum og salötum. Þegar ég fór á námskeið hjá þeim í vetur fékk ég smakk af nokkrum þeirra og meðal annars þessari guðdómlega góðu kóríander-dressingu. Hún er svo góð og ef þú elskar kóríander þá er lag að búa þessa til að njóta með því sem hugurinn girnist.

Kóríander-dressing

  • 100 g kasjúhnetur, lagðar í bleyti í 2 klukkustundir í 60 ml vatn
  • 25 ml ólífuolía
  • 15 ml eplaedik
  • Safi og hýði af 1 límónu
  • 15 g ferskur kóríander
  • 10 g hlynsíróp eða önnur sæta 1⁄2 -1 tsk. sjávarsalt
  • Smá chili ef vill

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í blandara og blandið vel  saman.
  2. Bætið smá vatni út í ef sósan er of þykk, en smá olíu ef of þunn.
  3. Berið fram með því sem hugurinn girnist, t.d. góðu salati, grænmetisbuffi eða fiskrétti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert