Kristín Birta Ólafsdóttir matreiðslumeistari og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu deilir með lesendum Matarvefsins uppskriftinni að sínum uppáhaldshamborgara. Hún elskar að grilla á sumrin og þá eru hamborgarnir ofarlega á vinsældalistanum.
Kristín Birta er 26 ára gömul og starfar á Hótel Reykjavík Grand. Hún á 3ja ára dóttur, Emmu, sem þegar farin að leika listir sínar eftir mömmu sinni en Kristín er búin að vera meðlimur í kokkalandsliðinu síðan árið 2023 og dóttirin fylgst vel með því ferli.
„Þessa dagana er ég að vinna vaktavinnu á Grand, að elda fyrir veitingastaðinn þar, og er síðan að sinna heimili, fjölskyldu og sjálfri mér. Ég lauk meistaranáminu núna í maí síðastliðnum og er ótrúlega glöð með að vera búin að ljúka náminu,“ segir Kristín Birta.
Þegar kemur að því að grilla hamborgara finnst Kristínu Birtu að huga að því hvað matargestum finnst allra best á borgarann því smekkur manna er misjafn.
„Góður hamborgari getur verið alls konar upp byggður; það fer allt eftir smekk fólks. Klassíski sjoppuborgarinn er alltaf góður og ég er á þeirri skoðun að dýrasti borgarinn er ekkert endilega alltaf besti borgarinn. Það eru til margskonar hráefni sem passa saman á hamborgara. Ég hef eldað og borðað ótrúlega marga mismunandi hamborgara, en það eitt sem mér finnst alltaf vera best þegar hamborgari er eldaður. Það er að hafa borgarann grillaðan, eldaðan „medium“ og nauðsyn að hafa ost á honum ásamt góðu brauði. Að krydda hamborgara finnst mér ekki nauðsynlegt, nema bara með salti; það ýtir fram bragðinu af borgaranum enn frekar.“
Uppáhaldsborgarinn hennar Kristínar Birtu er með sterkum osti og sneið af parmaskinku, rauðlaukssultu og sælkeradressingum ásamt smjörsteiktum sveppum og klettasalati. Þetta er sannkallaður sælkeraborgari.
„Þessi uppskrift varð til þegar ég var að vinna á Bryggjunni Brugghúsi, og við vorum með hamborgara á seðli. Sá hamborgari var með parmaskinku, Dóra sterka og rauðlaukssultu. Ég var að elda hamborgara ofan í starfsfólkið og ákvað að prófa að bæta og breyta hamborgaranum á matseðlinum og úr varð þessi og hann sló einfaldlega í gegn. Gott heimagert chimichurri passar svo vel með nautaborgara, og nautakjöti yfir höfuð, sérstaklega þegar maður er með sæta rauðlaukssultu sem vegur fullkomlega á móti chilipiparnum í chimichurri sósunni,“ segir Kristín Birta að lokum.
Uppáhaldsborgarinn hennar Kristínar Birtu
Fyrir 1
Aðferð:
Chimmichurri
Aðferð: