Rauðmetissalat úr smiðju súrkálsdrottningarinnar

Rauðmetissalatið hennar Dagnýjar Hermannsdóttur passar vel með sunnudagssteikinni.
Rauðmetissalatið hennar Dagnýjar Hermannsdóttur passar vel með sunnudagssteikinni. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór Árnason

Rauðmetissalat er súrkálssalat vik­unn­ar sem kemur úr smiðju súrkálsdrottningarinnar Dag­nýju Her­manns­dótt­ur sem veit allt um súr­kál.

„Þetta er matarmikið og djúsí salat sem passar sérlega vel með sunnudagssteikinni eða grillmatnum. Það er þægilegt að nota forsoðnar rauðrófur en auðvitað er ekki síðra að sjóða og kæla rauðrófurnar,“ segir Dagný.

Um alla Evrópu og Asíu er gjarna borið fram súrkál eða kimchi með þungum mat, eins og kjöti. Í lifandi súrkáli eru nefnilega ensím sem hjálpa til við meltinguna og góðgerlarnir spilla ekki fyrir.

Það er um að gera að leika sér með hlutföllin í uppskriftinni og jafnvel bæta smátt skornu epli saman við ef vill. Salatið geymist nokkra daga í kæli.

Rauðmetissalatið ber nafn með rentu.
Rauðmetissalatið ber nafn með rentu. mbl.is/Eyþór

Rauðmetissalat

  • 500 g forsoðnar rauðrófur
  • 120 g rauðlaukur
  • 250 g Rauðmeti (má líka vera Klassískt með kúmeni)
  • 1 dós sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera rauðrófurnar í teninga og rauðlaukinn í þunnar sneiðar.
  2. Blandið öllum innihaldsefnum vel saman í skál og þá er salatið er klárt.
  3. Berið fram með því sem hugurinn girnist.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert