Sjáðu Telmu gera kaffikaramelluhráköku

Kaffikaramellu-hrákakan hennar Telmu Matthíasdóttur hjá Bætaefnabúllunni á eftir að gleðja …
Kaffikaramellu-hrákakan hennar Telmu Matthíasdóttur hjá Bætaefnabúllunni á eftir að gleðja kaffidýrkendur. Samsett mynd

Þessi hrákaka er víst syndsamlega góð eða svo segir Telma Matthíasdóttir hjá Bætaiefnabúllunni.

Hún elskar að útbúa sælkerakökur sem lífga upp á tilveruna. Þetta er ein af hennar uppáhaldshráköku og hana þarf ekki að baka.

Í aðalhlutverki er kaffi og karamella og ef þú elskar það tvennt er þessi dýrð fyrir þig.

Telma deildi með fylgjendum sínum á Instagram-síðunni sinni uppskriftinni og aðferðinni og sýnir trixin við hrákökugerðina.

Kaffikaramellu-hrákaka

Botninn

150 g möndlur

150 g döðlur, mjúkar eða láta liggja í bleyti

2 msk. kakó

1/8  himalaya salt

1/2 tsk. kanill

Aðferð:

Setjið allt í matvinnsluvél og blandið þar til þetta verður einn bolti.

Þjappið deiginu í meðalstórt form og geymið í frysti þar til kremið er tilbúið.

Kaffikaramellu fylling

300 g kasjúhnetur (sem hafa legið í bleyti í 5 klukkustundir)

3 msk. kókosolía

1/4 bolli Sukrin síróp

1/4 tsk. himalaya salt

2 tsk. instant kaffi + 2 msk. heitt vatn blandað saman, sterkt kaffi

Smakka til með Salt caramel Zero drops

Aðferð:

Blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél eða blandara þar til blandan verður silkimjúk.

Hellið yfir botninn og frystið.

Súkkulaðihjúpur

1 plata Diablo sykurlaust súkkulaði 80%

4 msk. hnetusmjör

1 msk. kókosolía bragðlaus

2 msk. kakó

Aðferð:

Bræðið allt saman yfir vatnsbaði.

Takið kökuna úr fyrsti og hellið kreminu yfir kökuna.

Geymið í frysti.

Berið fram þegar löngunin í góðgæti verður sterk eða þegar gesti ber að garði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert