Heitasta salatið á miðlunum í dag

Þetta er það heitasta í dag fyrir þá sem elska …
Þetta er það heitasta í dag fyrir þá sem elska að fá sér gott salat. Hér eru það bökuðu kartöflurnar sem njóta sín með granatelpafræjum og geggjaðri salatdressingu. Samsett mynd

Hér er á ferðinni ljúffengt salat með bökuðum kartöflum sem kemur í smiðju samfélagsmiðlastjörnunnar Ninu Gross. Það er ótrúlega einfalt að laga svona gott salat og granteplafræin setja punktinn yfir i-ið. Þetta verður þú að prófa. Sjáðu á Instagram-síðunni hér. Þú aðlagar magnið að þínum smekk og eftir hversu margir eru í mat.

Sumarsalat með bökuðum kartöflum

  • Salat að eigin vali
  • Kokteiltómatar skornir í báta
  • Laukur, sneiddur í sneiðar
  • Agúrka, skorin í sneiðar
  • Paprika, skorin niður
  • Granateplafræ
  • Steinselja, smátt söxuð
  • Steiktar hnetur, valhnetur og jarðhnetur
  • 1-2 bakaðar kartöflu, skornar í báta
  • Salatdressing eftir smekk (sjá uppskrift fyrir neðan)

Aðferð:

  1. Byrjið á því að setja salat í skál.
  2. Því næst kokteiltómatana og laukinn.
  3. Síðan agúrku og papriku.
  4. Dreifið granteplafræjum yfir salatið ásamt saxaðri steinselju.
  5. Loks eru hneturnar steiktar og þeim stráð yfir salatið.
  6. Síðan eru bökuðu kartöflurnar skornar í bátar og bátunum raða fallega ofan á salatið.
  7. Toppið síðan salatið með salatdressingunni og berið fram.

Salatdressing

  • 1 tsk. salt
  • ½ tsk. svartur pipar
  • ½ tsk. sæt paprika
  • ½ tsk. chiliduft
  • 1 tsk. óreganó
  • Ferskur sítrónusafi
  • 5 msk. granateplasíróp
  •  2 msk. ólífuolía

Aðferð:

  1. Blandið öllu hráefninu saman í skál og hrærið vel saman.
  2. Hellið yfir salatið þegar það er borið fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka