Vinnur Silli kokkur aftur fyrir besta götubitann?

Silli kokkur bar sigur úr býtum fyrir Besta götubitann árið …
Silli kokkur bar sigur úr býtum fyrir Besta götubitann árið 2023. Hér fagnar að hann verðlaunum með eiginkonu sinni, Elsu Blöndal Sigfúsdóttur. Götubitahátíðin verður haldin dagana 19. til 21. júlí næstkomandi. Samsett mynd

Stærsti matarviðburður á Íslandi, Götubitahátíðin 2024, verður haldin í Hljómskálagarðinum í hjarta borgarinnar dagana 19.-21. júlí næstkomandi. Á hátíðinni verða um 30 söluaðilar í matarvögnum og sölubásum. Á hátíðinni fer einnig fram keppnin um „Besta götubita Íslands 2024” og mun sigurvegarinn keppa fyrir Íslands hönd á stærstu götubitakeppni í heimi, European Street Food Awards, sem haldin verðu í Þýskalandi í lok september, þar sem 18 aðrar þjóðir keppa um Besta götubitann í Evrópu.“

Silli kokkur bar sigur úr býtum um Besta götubita landsins …
Silli kokkur bar sigur úr býtum um Besta götubita landsins í fyrra og hér fagnar að hann verðlaunum með eiginkonu sinni, Elsu Blöndal Sigfúsdóttur. Ljósmynd/Jón Ragnar Jónsson

Silli kokkur vann í fyrra

Í fyrra vann Sig­valdi Jó­hann­es­son, bet­ur þekkt­ur sem Silli kokkur, fyrir Besta götubitann árið 2023 á Íslandi og var það fjórða árið í röð sem hann ber sigur úr býtum. Hann gerði sér líka lítið fyrir og vann titilinn Besti hamborgarinn á stærstu götubitakeppni í heimi í fyrra sem haldin var í Þýskalandi og verður aftur í ár eins og fram hefur komið. Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvort Silli nær að halda titlinum í ár.

Hljómskálagarðurinn mun iða af lífi, tónlist  mun óma og leiktæki og hoppukastalar verða til staðar fyrir yngri kynslóðina. Einnig verður Bjórbíllinn og Búbblu-vagninn frægi á svæðinu fyrir þá þyrstu. Götubitahátíð 2024 – European Street Food Awards er haldin í samstarfi við Reykjavíkurborg, Coke og Víking.

Opnunartíminn á Götubitahátíðinni verður eftirfarandi:

  • Föstudaginn 19. júlí  frá 17.00 – 20.00.
  • Laugardaginn 20 júlí frá 12.00 – 20.00.
  • Sunnudaginn 21 júlí frá 12.00 – 18.00.

Vert er að geta þess að það er enginn aðgangseyrir er inn á hátíðina. Hægt er að kynna sér Götubitahátíðina nánar hér.

Mikið líf og fjör eru iðulega á stærsta matarviðburði landsins.
Mikið líf og fjör eru iðulega á stærsta matarviðburði landsins. Ljósmynd/Jón Ragnar Jónsson
Bæði dýr og menn njóta þess að bragða á götubitum.
Bæði dýr og menn njóta þess að bragða á götubitum. Ljósmynd/Jón Ragnar Jónsson
Mikil stemning er ávallt til staðar þegar Götubitahátíðin er haldin.
Mikil stemning er ávallt til staðar þegar Götubitahátíðin er haldin. Ljósmynd/Jón Ragnar Jónsson
Allir að borða og njóta.
Allir að borða og njóta. Ljósmynd/Jón Ragnar Jónsson
Lífið í hnotskurn þegar götubitinn er annars vegar.
Lífið í hnotskurn þegar götubitinn er annars vegar. Ljósmynd/Jón Ragnar Jónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert