Dýrðlegar perlur fyrir lautarferðir í París

Það er dýrðlegt að fara í lautarferð á grasblettinn í …
Það er dýrðlegt að fara í lautarferð á grasblettinn í nánd við Eiffelturninn þar sem hægt er að virða þennan stór merkilega turn fyrir sér. Staðurinn nefnist Champ de Mars og er einn vinsælasti lautarbletturinn í París. Samsett mynd/Sjöfn

Eitt af því sem er mjög áhugavert og skemmtilegt að gera í Parísarborg er að reyna að borða á sömu veitingahúsum og heimamenn, forðast túristagildrur og t.a.m. fara í lautarferð eins margir Parísarbúar gera þegar sólin skín skært á lofti. Það þarf ekkert að vera flókið að fara í lautarferð, heldur láta bara verða að því og upplifa sig sem heimamann.

Hugmyndir af veisluföngum

Stökkt franskt baguettebrauð er algjörlega ómissandi, ostar, skinkur og ýmis konar álegg, eitthvað sætt eins og ekta franskar makkarónur jafnvel og góða franska vínflösku eða það sem þú kýst að drekka. Jafnframt eru frönsk bakarí ekki af verri endanum og selja bakkelsi sem freistar, ferskar samlokur og litla eftirrétti. 

Hvert á að fara í lautarferð í París?

Það eru ótal opin svæði í París sem hægt er að setjast niður að snæðingi og njóta þess að upplifa borgarmenninguna undir berum himni í lautarferð eða bara tilefni til að fá sér franskan fordrykk fyrir kvöldið. Í einhverjum görðum og opnum svæðum þarf að virða reglur þar sem ekki er heimilt að sitja á grasflötum en þá er það yfirleitt merkt, en þá eru bekkir, hreyfanlegir stólar og stundum borð til staðar. Sum staðar geta líka verið staðir þar sem ekki er ætlast til að hafa áfenga drykki um hönd .

Hér eru nokkur svæði sem hægt er að njóta Parísarborgar á einstakan hátt.

Champ de Mars

Í nánd við Eiffelturninn er risa grasblettur þar sem hægt er að virða þennan stór merkilega turn fyrir sér og nefnist Champ de Mars og er einn vinsælasti lautarbletturinn í París. Grasbletturinn er þó stór og nægt pláss fyrir alla.

Hvernig langar ekki að fara í lautarferð með þetta glæsilega …
Hvernig langar ekki að fara í lautarferð með þetta glæsilega útsýni fyrir framan sig? Samsett mynd

Parc de la Turlure

Það eru margir fallegir staðir fyrir lautarferðir í Montmartre eða upp á listamannahæðina eins og staðurinn er stundum nefndur en þeir geta orðið þétt setnir þegar veðrið leikur við Parísarbúa. Parc de la Turlure er einn af uppáhalds görðum heimamanna í Montmartre. Garðurinn býður upp á stórkostlegt útsýni yfir Sacré Coeur kirkjuna.

Parc de la Turlure í Montmartre á listamannshæðinni.
Parc de la Turlure í Montmartre á listamannshæðinni. Samsett mynd

Jardin du Luxembourg

Lúxemborgargarðurinn er sögulegur almenningsgarður í hjarta Parísar. Í garðinn mæta margir íbúar Parísarborgar til að eyða tímanum, sóla sig eða hitta vini sína í afslappaðri lautarferð. Garðurinn þykir með fallegri almenningsgörðum í Evrópu. Í Lúxemborgargarðinum finnur þú höll, gosbrunna, tjörn, styttur, bekki og færanlega stóla.

Jardin du Luxembourg garðurinn hinn frægi.
Jardin du Luxembourg garðurinn hinn frægi. Ljósmynd/Sjöfn

Place des Vosges

Place des Vosges er staðsett í hjarta Marais hverfisins eða Mýrinni eins og hverfið er stundum nefnt. Elsta skipulagða torg Parísar, umliggjandi gróðri og rauðum múrsteinshúsum. Glæsilegt torg umkringt af fallegri byggingarlist. Í nágrenninu eru jafnframt listasöfn sem liggja að torginu.

Place des Vosges er staðsett í hjarta Marais hverfisins eða …
Place des Vosges er staðsett í hjarta Marais hverfisins eða Mýrinni eins og hverfið er stundum nefnt. Samsett mynd

Áin Signa

Áin Signa er ein af þekktustu táknmyndum Parísarborgar og rennur áin í gegnum miðborgina. Signa er full af lífi dag sem nótt, hún hýsir fljótandi veitingastaði, fulla báta af ferðamönnum sem vilja sigla um ánna og njóta franskrar byggingalistar og um helgar og á kvöldin verða árbakkar Signu þétt setnir af lífi, tónlist og lautarferðum í góðu veðri. Það eru nokkrir staðir við ánna sem eru vinsælir til baða sig í sólinni ásamt guðaveigum og bakkelsi.

Það eru nokkrir staðir við ánna Signu sem eru vinsælir …
Það eru nokkrir staðir við ánna Signu sem eru vinsælir til baða sig í sólinni ásamt að fá sér á guðaveigum og bakkelsi. Samsett mynd

Place du Trocadéro

Place du Trocadéro er opið svæði og inniheldur söfn, skúlptúra, garða og gosbrunna. Á þessu svæði er eitt besta útsýni borgarinnar yfir Eiffelturninn. Garðarnir eru vinsælir staðir á sumrin og bjóða upp á fullkomið útsýni til að upplifa hina mögnuðu ljósasýningu Eiffelturnsins á kvöldin.

Garðarnir hér eru vinsælir staðir á sumrin og bjóða upp …
Garðarnir hér eru vinsælir staðir á sumrin og bjóða upp á fullkomið útsýni til að upplifa hina mögnuðu ljósasýningu Eiffelturnsins á kvöldin. Samsett mynd

Île de la Cité

Áin Signa klofnar í tvennt á þessum stað og myndar tvær eyjar sem tengdar eru saman með litlu Saint Louis brúnni. Ein þeirra, Île de la Cité, er vinsæll staður fyrir lautarferðir, sérstaklega austuroddurinn. Þarna getur þú auðveldlega fylgst með bátaumferðinni um Signu á sólríkum dögum.  

Áin Signa klofnar í tvennt á þessum stað og myndar …
Áin Signa klofnar í tvennt á þessum stað og myndar tvær eyjar sem tengdar eru saman með litlu Saint Louis brúnni. Við bakkana safnast saman fólk og nýtur góðra veiga í fallegu veðri. Ljósmynd/Sjöfn

Arènes de Lutèce

Rómversk arfleifð, Arènes de Lutèce er táknmynd og minnisvarði rómverska leikhússins í borginni. Þessar leifar af rómversku París er staðsettar í Latínuhverfinu og er afslappandi staður til að fara í lautarferð í París, langt frá ys og þys hverfisins.

Hér er afslappandi staður til að fara í lautarferð í …
Hér er afslappandi staður til að fara í lautarferð í París, langt frá ys og þys hverfisins. Samsett mynd

Jardin du Palais Royal

Friðsæll og fallegur garður í nánd við Louvre-safnið og staðsettur mitt á milli opinbera bygginga. Jardin du Palais Royal er yndislegur griðastaður til að slaka á og prýddur 17. aldar arkitektúr. Þessi garður er fullkomin til að gæða sér á samloku, baguettebrauði eða croissant ásamt ekta frönsku kaffi og komast aðeins frá fjölförnum stéttum og strætum Parísarborgar. Fallegur trjágróður prýðir garðinn ásamt bekkjum, gosbrunni.

Þessi garður er fullkomin til að gæða sér á samloku, …
Þessi garður er fullkomin til að gæða sér á samloku, baguettebrauði eða croissant ásamt ekta frönsku kaffi. Ljósmynd/Sjöfn
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert