Heimagert ricotta er eitthvað sem er tiltölulega auðvelt að galdra fram sjálfur, fá hráefni í og er tiltölulega þægilegt í vinnslu. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Hönnu Thordarson keramiker en hún er ótrúlega flink í eldhúsinu og mikill ástríðukokkur. Hún hefur mikla ástríðu fyrir ítalskri matargerð og fylgjendur hennar njóta góðs af en hún heldur úti uppskriftvefsíðunni hér.
Þetta er uppskrift sem ætti ekki að klikka en Hanna mælir með að láta renna vel af ostinum ef hann á að vera fylling í pasta. Ricottaostinn má nota í ýmsa matargerð og bakstur. Hann er góður á pítsuna og það er sáraeinfalt að útbúa góða ídýfu úr honum með því að bæta við t.d. kryddjurtum og hvítlauk svo fátt eitt sé nefnt.
Heimagerður ricottaostur
Aðferð: