Gabríel heldur áfram að fara á kostum á Spáni

Gabríel Kristinn Bjarnason er hér með snilldarrétt sem á eftir …
Gabríel Kristinn Bjarnason er hér með snilldarrétt sem á eftir að slá í gegn í næsta partíi. Samsett mynd

Gabrí­el Krist­inn Bjarna­son mat­reiðslumaður og landsliðskokk­ur elsk­ar einfalda matargerðina og finna upp nýjar auðveldar aðferðir til að töfra matargestina sína upp úr skónum.

Síðustu helgi fór Gabríel á kostum þegar hann grillaði syndsamlega góða flanksteik sem hann bar fram með löðrandi chili-smjöri og öðru góðgæti og deildi aðferðinni með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Nú er Gabríel mættur til Spánar og heldur áfram að fara á kostum með sínum snilldar töfrabrögðum matargerðinni og þarf ekki einu sinni að hafa mikið af eldhústækjum og tólum til þess.

Hann gerði þennan ómótstæðilega góða rétt sem er svo gott að dýfa nýju baguette brauði í, syndsamlegt. Þetta er þeyttur fetaostur með maríneruðum ólífum

„Best er að þeyta ostinn í matvinnsluvél en ég var bara með písk hér á Spáni þannig það virkar auðvitað líka,“ segir Gabríel og hlær.

Þeyttur fetaostur með maríneruðum ólífum eins Gabríel gerir

Þeyttur fetaostur

  • 200 g fetaostur hreinn
  • 100 g rjómaostur
  • 2 msk. ólífuolía
  • ½ msk. hunang
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og þeytið vel saman.
  2. Gott er að rífa ostinn niður fyrst.
  3. Blandan á að vera með kremaða áferð þegar búið að þeyttan hana vel.
  4. Takið síðan disk og smyrjið þeytta fetaostinn á diskinn og myndið eins smá hreiður í miðjuna líkt og Gabríel gerir í myndbandinu.
  5. Setjið síðan maríneruðu ólífurnar (sjá uppskrift fyrir neðan) ofan í hreiðrið og skreytið með myntulaufum.
  6. Berið fram með nýju baguette brauði og njótið.

Maríneraðar ólífur

  • 150 g ykkar uppáhalds ólífur
  • 2 msk. saxaður skalotlaukur
  • 2 tsk. saxaður hvítlaukur
  • 1 msk. fínt söxuð mynta
  • Rifinn börkur af 1 sítrónu
  • 1 msk. sítrónusafi
  • Salt og pipar eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið allt hráefnið saman í skál og blandið vel saman.
  2. Leyfið að marínerast í að minnsta kosti 30 mínútur fyrir notkun.
  3. Þær fara síðan ofan í þeytta fetaostahreiðrið þegar bera á þær fram.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert