Grill- og tónlistarhátíðin Kótelettan fór fram á Selfossi um helgina en þar voru komnir allir helstu grill sérfræðingar á Íslandi, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvar því þar fór fram keppnin um „grillpylsu ársins“ sem er mjög vinsæl keppnin enda landsmenn sólgnir í grillaðar pylsur. Í ár var ekkert gefið eftir og dómnefndin átti fullt í fangi með verkefnið sitt. Þá er ekki allt um talið því á hátíðinni voru öll stærstu grill merki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Rigning hafði engin áhrif á grillmeistarann og grillin voru funheit allan tímann.
Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það David Clausen Pétursson sem sigraði og það í annað árið í röð. Hvort um sig hlaut 100.000,- krónu peningaverðlaun, ostakörfu frá MS, grill og kol frá Weber, gjafapoka frá BBQ Kónginum og gjafabréf frá Sælkerabúðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins"“ var það Ali sem bar sigur úr bítum.
Dómnefndin í ár var ekki skipuð neinum byrjendum en dómnefnd skipuðu Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin. Þá var það BBQ kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson sem jafnframt formaður dómnefndar. Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokkinn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Kynnir keppninnar í ár var hin skeleggi Gústi B. en fáir vita að B-ið er stytting á BBQ og fór hann á kostum sem fyrr.
Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sýna árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grill spaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi.
Hér má sjá myndir af stemningunni sem ríkti hjá grillurum helgarinnar.