Hörð keppni var um bestu grillpysluna

Grillin voru funheit á Kótelettunni í ár þrátt fyrir mikla …
Grillin voru funheit á Kótelettunni í ár þrátt fyrir mikla rigningu. Grillmeistara voru krýndir og „Grillpylsa ársins“ valin. Samsett mynd/Mummi Lú

Grill- og tón­list­ar­hátíðin Kótelett­an fór fram á Sel­fossi um helgina en þar voru komnir allir helstu grill sérfræðingar á Íslandi, bæði í fagmanna- og áhugamannaflokki. Það ætti ekki að hafa komið neinum á óvar því þar fór fram keppnin um „grillpylsu ársins“ sem er mjög vin­sæl keppn­in enda lands­menn sólgn­ir í grillaðar pyls­ur. Í ár var ekkert gefið eftir og dómnefndin átti fullt í fangi með verkefnið sitt. Þá er ekki allt um talið því á hátíðinni voru öll stærstu grill merki landsins með sýningarbása og allir helstu kjötframleiðendur kepptust við að fanga bragðlauka gesta og gangandi. Rigning hafði engin áhrif á grillmeistarann og grillin voru funheit allan tímann.

Grillmeistarar ársins krýndir 

Í keppninni um „Grillmeistarann“ var það var það Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna en í flokki fagmanna var það David Clausen Pétursson sem sigraði og það í annað árið í röð. Hvort um sig hlaut 100.000,- krónu peningaverðlaun, osta­körfu frá MS, grill og kol frá We­ber, gjafa­poka frá BBQ Kóng­in­um og gjafa­bréf frá Sæl­kera­búðinni. Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins"“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. 

Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna í keppninni …
Marín Hergils Valdimarsdóttir sem sigraði í flokki áhugamanna í keppninni um „Grillmeistara ársins“. Ljósmynd/Mummi Lú
David Clausen Pétursson sigraði í flokki fagmanna og var það …
David Clausen Pétursson sigraði í flokki fagmanna og var það í annað árið í röð. Ljósmynd/Mummi Lú

Erfitt verkefni fyrir dómnefndina í ár

Dómnefndin í ár var ekki skipuð neinum byrjendum en dómnefnd skipuðu Inga Katrín Guðmundsdóttir betur þekkt sem grilldrottningin. Þá var það BBQ kóng­ur­inn Al­freð Fann­ar Björns­son sem jafn­framt formaður dóm­nefnd­ar. Ívar Örn Hansen sem við þekkjum sem Helvítis kokk­inn á Stöð 2 og Jóhann Sveinsson var fulltrúi Íslenska kokkalandsliðsins í ár. Kynnir keppninnar í ár var hin skeleggi Gústi B. en fáir vita að B-ið er stytting á BBQ og fór hann á kostum sem fyrr. 

Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins
Í keppni framleiðenda um titilinn „Grillpylsa ársins"“ var það Ali sem bar sigur úr bítum. Fulltrúar Kjarnafæði tóku á móti viðurkenningunni. Ljósmynd/Mummi Lú

Grillað fyrir gott málefni

Kótelettan og Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna voru svo með sýna árlegu sölu á kótelettum á hátíðinni. Söfnunin var haldin í samstarfi við Kjötbankann, Ali matvörur, kjarnafæði, SS og Stjörnugrís. Steindi og Auddi voru meðal þeirra sem rifu í grill spaðana og létu gott af sér og frá sér leiða. Kótelettan og samstarfsaðilar hennar eru með þessu árlega verkefni sínu einn stærsti stuðningsaðili Styrktarfélagsins á Íslandi.

Hér má sjá myndir af stemningunni sem ríkti hjá grillurum helgarinnar.

Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Ljósmynd/Mummi Lú
Grillmeistarar ársins ásamt Gústa B.
Grillmeistarar ársins ásamt Gústa B. Ljósmynd/Mummi Lú
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert