Suðurnesjamærin Matthildur Emma býður upp á vikumatseðilinn

Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu …
Suðurnesjamærin Matthildur Emma Sigurðardóttir býður upp á vikumatseðilinn að þessu sinni. mbl.is/Eyþór

Heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni á Matthildur Emma Sigurðardóttir Suðurnesjamær. Matthildur Emma er mikill sælkeri og nýtur þess að borða ljúffengan og hollan mat. Kærastinn hennar, Finnur Prigge ,er framúrskarandi góður bakari og hefur hlotið verðlaun í faginu og hann er líka einstaklega góður í matargerð enda á Matthildur nokkra uppáhaldsrétti sem koma úr hans smiðju.

Matthildur Emma er einungis 18 ára og stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og er lærður förðunarfræðingur og hefur mikinn áhuga á módelstörfum. Hún er einnig þátttakandi í keppninni Ungfrú Ísland sem haldin verður 14. ágúst næstkomandi.

„Mér finnst mikilvægt að stuðla að góðri líkamlegri og andlegri heilsu, það mikilvægast fyrir góða vellíðan og góður matur kemur þar sterkt inn,“ segir Matthildur Emma með bros á vör.

Hún er búin að ákveða vikumatseðlinn fyrir vikuna sem á vel við miða við veðurspánna sem framundan er.

Mánudagur – Ítalskar kjötbollur að hætti kærastans

„Ég dýrka ítalskan mat og sérstaklega þennan rétt sem kærastinn minn gerir stundum, svo bragðgóður.“

Þriðjudagur – Heimalagað lasanja

„Uppáhalds maturinn minn er lasanja þannig mér finnst ómissandi að vera með lasjana.“

Miðvikudagur -Dýrðlegur kjúklingaréttur

„Verð að bera með alla vega einn kjúklingarétt í vikunni, ávallt svo gott að fá góðan kjúklingarétt.“

Fimmtudagur – Heimagerð djúsí samloka

„Eitt svona létt og bragðgott, elska góðar og „spicy“ samlokur.“

Föstudagur – Mexíkóskt salat

„Salat er mjög fljótlegt að laga og líka svo bragðgott og létt í maga.“

Laugardagur – Ómótstæðilegur pastaréttur með osti

„Þetta girnilega ostapasta er tilvalið til laga um helgina.“

Sunnudagur – Hinn fullkomni helgarkjúklingur

„Fullkominn helgarkjúklingur fyrir sunnudagskvöldið til að enda vikuna, ljúffengt og gott.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert