Fullt út úr dyrum og frönsku kræsingarnar slógu í gegn

Guillaume Bazard sendiherra Frakklands, eiginkona hans og starfsfólk franska sendiráðsins …
Guillaume Bazard sendiherra Frakklands, eiginkona hans og starfsfólk franska sendiráðsins buðu til glæsilegrar veislu í tilefni Bastilludagsins, þjóðhátíðardags Frakklands, þar sem franskar kræsingar voru í hávegum hafðar. Samsett mynd

Í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludagsins, 14. júlí síðastliðinn, bauð Guillaume Bazard sendiherra Frakklands, eiginkona hans og starfsfólk sendiráðsins, til glæsilegrar veislu þar sem franskar kræsingar voru í hávegum hafðar. Boðið var til móttöku í Eddu, hús íslenskra fræða, sem var einstakleg viðeigandi við þetta tilefni.

Sérstök áhersla á Ólympíuleikana

Sérstök áhersla var lögð á Ólympíuleikana sem eru hefjast í Frakklandi þann 26. júlí næstkomandi í París líka fagnað en þar verður án efa mikið um dýrðir. Í tilefni Ólympíuleikana var búið að setja upp nokkur borðtennisborð fyrir hátíðargesti en borðtennis er orðin Ólympíuíþrótt. Sendiherrann Bazard tók vel á móti gestum og flutti fallega hátíðarræðu auk þess sem franski og íslensku þjóðsöngvarnir ómuðu um salinn.

Drappier kampavín og gullfallegt ostahlaðborð sem minnti á matarmálverk

Fjöldi gesta mætti til veislunnar og var fullt út úr dyrum enda var yfir 250 manns sem komu og fögnuðu þjóðhátíðardegi Frakka. Boðið var upp á hágæða guðaveiga, frönsk hvítvín og rauðvín og skálað var fyrir Bastilludeginum kampavíni frá kampavínshúsinu Drappier sem rann ljúft ofan í veislugesti.

Kræsingarnar voru stórglæsilegar, Eirný Sigurðardóttir ostadrottning Íslands bauð upp á gullfallegt ostahlaðborð sem minnti á „Renaissance“ matarmálverk þar sem franskir ostar voru í aðalhlutverki ásamt baguetta brauði. Framsetningin var framúrskarandi og flestar kræsingar voru framreiddar á keramik diskum og plöttum sem fönguðu augu gesta. Einnig var boðið upp á franskar snittur frá Stefáni Elí og kokkurinn í franska sendiráðinu, Dorothea bauð upp á Quiche Lorraine.

Hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni þar sem franski sendiherrann var hrókur alls fagnaðar.

Ljósmynd/Aðsend
Guillaume Bazard sendiherra Frakklands flytur hátíðarávarp sitt.
Guillaume Bazard sendiherra Frakklands flytur hátíðarávarp sitt. Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert