Litlar og krúttlegar brauðtertur með rækjusalati

Litlar og krúttlegar brauðtertur með rækjum eiga vel við á …
Litlar og krúttlegar brauðtertur með rækjum eiga vel við á borðið í góðum félagsskap. Ljósmynd/Valgerður Gréta Gröndal

Eins og við þekkjum flest eru brauðtertur frábærar á veisluborðið og njóta mikilla vinsælda hjá landsmönnum. Það þarf hins vegar ekkert að efna til veislu né að sækja þær til að hægt sé að njóta þessara lystisemda og það er í góðu lagi að útbúa litlar og krúttlegar brauðtertur eins og Valgerður Gréta Gröndal matarbloggari, alla jafna kölluð Valla, gerði á dögunum. Brauðtertur er hægt að græja á skömmum tíma í lítilli útgáfu eins og eins og Valla gerði.

Valgerður Gréta Gröndal á heiðurinn af þessum dásamlegu litlu brauðtertum.
Valgerður Gréta Gröndal á heiðurinn af þessum dásamlegu litlu brauðtertum. mbl.is/Árni Sæberg

„Rækjusalatið sem ég nota í terturnar er bara þetta klassíska góða. Það má auðvitað krydda það að vild, breyta og bæta. Jafnvel prófa með öðrum salötum. Majónesið sem ég notaði er mitt allra mesta uppáhald. Mér finnst skipta máli hvaða majónes er notað og hef prófað þau mörg en vel þetta alltaf eftir að ég prófaði það fyrst,“ segir Valla með bros á vör.

Skemmtileg hugmynd í brauðtertukeppnina

Hér er komin skemmtileg hugmynd að brauðtertum sem gætu meðal annars keppt í Íslandskeppninni í brauðtertugerð sem framundan er. Keppnin er haldin af Brauðtertufélagi Erlu og Erlu í samstarfi við útgáfufélagið Sögur. Stefnan er að gefa út bók um brauðtertugerð og með uppskriftum að brauðtertum og það væri kærkomið að fá líka hugmyndir af minni brauðtertum.

Litlar krúttlegar brauðtertur að hætti Völlu

  • 8 fínar samlokubrauðsneiðar
  • 500 g stórar rækjur
  • 4 harðsoðin egg
  • 4 kúfaðar msk. Heinz Seriously Good Mayonnaise + meira til að smyrja
  • Safi úr ½ sítrónu
  • Nýmalaður svartur pipar og sjávarsalt eftir smekk
  • 1 msk. fersk steinselja
  • ½ agúrka, skorin í þunnar sneiðar langsum
  • Ferskt dill
  • Gul paprika söxuð

Aðferð:

  1. Sjóðið eggin og kælið.
  2. Skerið skorpuna af brauðinu.
  3. Þýðið rækjurnar og pressið mesta vökvann úr þeim á eldhúspappír.
  4. Saxið rækjurnar smátt og setjið í skál. Skiljið smá eftir fyrir skraut.
  5. Setjið majónes, sítrónusafa og krydd saman við og hrærið.
  6. Takið eina brauðsneið og setjið á bretti eða disk.
  7. Setjið rækjusalat ofan á og leggið aðra brauðsneið ofan á.
  8. Þegar fjórða sneiðin hefur verið lögð á, smyrjið þá terturnar að utan með majónesinu.
  9. Skerið agúrku í sneiðar og raðið utan um brauðterturnar.
  10. Annars er hægt að skreyta þær með hverju sem ykkur dettur í hug.
  11. Valla notaði agúrkur, saxaðar rækjur, ferskt dill og saxaða gula papriku.
  12. Berið fram fyrir þá sem ykkur langar að gleðja og njótið. Upplagt að bjóða upp á vel valinn freyðandi drykk með.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka