Banana- og jarðarberjahleifur fyrir vandláta

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er snillingur að þróa …
Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er snillingur að þróa nýja uppskriftir. Þessi banana- og jarðarberjahleifur er nýjasta afurð hennar úr eldhúsinu og er ofur hollur. Samsett mynd

Kristjana Steingrímsdóttir, alla jafna kölluð Jana, er snillingur að búa til nýjar uppskriftir að girnilegum og hollum réttum. Þessi dásamlegi banana- og jarðarberjahleifur er nýjasta afurð hennar úr eldhúsinu og slóg rækilega í gegn hjá fjölskyldu hennar.

„Það er ótrúlega auðvelt að útbúa þennan hleif og tær snilld að henda í hann þegar þið eigið vel þroskaða banana. Ég notaði frosin jarðarber þar sem fersku berin klárast ávallt um leið og ég kem með þau heim úr búðinni, alveg sama hversu mikið af þeim ég kaupi. Ég toppaði síðan hleifinn með jarðarberja- og vanillu grískri jógúrt, þurrkuðum jarðarberjum og hvítu súkkulaði. Það er pottþétt líka mjög gott að bera hleifinn fram með ís eða þeyttum rjóma en svo er þessi uppskrift bara svo góð að hleifur er góður bara einn og sér,“ segir Jana með bros á vör. Hægt er að fylgjast með Jönu gegnum Instagram-síðuna hennar hér.

Banana- og jarðarberjahleifurinn lítur vel út.
Banana- og jarðarberjahleifurinn lítur vel út. Ljósmynd/Kristjana Steingrímsdóttir

Banana- og jarðarberjahleifur

  • 3 mjög þroskaðir bananar
  • 75 g brædd kókosolía
  • 2 egg
  • 80 g kókossykur
  • 70 g hveiti
  • 100 g haframjöl
  • ½ tsk. lyftiduft
  • hnífsoddur sjávarsalt
  • 1,5 bolli fersk eða frosin jarðarber, ef frosin, láta hálf þiðna fyrir notkun
  • Smá vanilla

Til að setja ofan á

  • Jarðarberja- og vanillu grísk jógúrt eftir smekk
  • Hvítt súkkulaði eftir smekk
  • Söxuð fersk jarðarber eftir smekk
  • Rjómi eða ís eftir smekk

Aðferð:

  1. Forhitið ofninn í 180°C.
  2. Setjið allt í blandarann nema jarðarberin, sem þið látið þiðna ef þið veljið að nota frosin.
  3. Blandið saman nokkrar sekúndur þar til allt var vel blandað saman.
  4. Hellið síðan hálf þiðnuðu jarðarberjunum út í blönduna og kveikið á blandaranum í um það bil 3 sekúndur.
  5. Ef þið eigið ekki blandara þá er lag að gera þetta með handafli á þessa leið
  6. Stappið bananana og setjið í skál.
  7. Bætið við bræddri kókosolíu, sykrinum ásamt eggjunum út í og​​ hrærið  saman.
  8. Blandið síðan öllum þurrefnunum saman við og hrærið.
  9. Bætið að lokum söxuðum jarðarberjunum út í.
  10. Þegar blandan er tilbúin hellið þið henni í kökuform klætt bökunarpappír eða dreifið blöndunni í 6 -8 stór bollakökuform.
  11. Setjið síðan inn í ofn og bakið í 40 mínútur eða þar hleifurinn er bakaður í gegn.
  12. Stingið prjón í miðjuna til að taka stöðuna og þegar prjóninn kemur hreinn út er hleifurinn klár.
  13. Takið hleifinn út og látið kólna í um það bil 10 mínútur áður en þið skerið hann í sneiðar.
  14. Toppið hleifinn með grískri jógúrt, súkkulaði og smá söxuðum jarðarberjum.
  15. Berið fram og njótið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert