Einfaldasta spaghettíið með hvítlauksostabrauði

Spaghettí með þremur innihaldsefnum borið fram með hvítlauksostabrauðið.
Spaghettí með þremur innihaldsefnum borið fram með hvítlauksostabrauðið. Ljósmynd/Valla Gröndal

Þegar þig langar í eitthvað gott og langar að útbúa kvöldverð sem er ekki flókinn, tekur lítinn tíma að útbúa steinliggur þetta ofur einfalda spaghettíið með þremur innihaldsefnum. Síðan smellpassar þetta hvítlauksostabrauð með.

Stundum er svo gott að vera með eitthvað einfalt og þægilegt og leyfa sér að vera latur í eldhúsinu, það má líka.

Valgerður Gréta Gröndal, alla jafna kölluð Valla, á heiðurinn af þessum einfalda rétti og uppskriftina gerði hún fyrir uppskriftavefinn Gott í matinn.

Spaghettí með þremur innihaldsefnum

  • 300 g spaghettí
  • Kryddsmjör með hvítlauk frá MS
  • 150 g 4 osta blanda
  • Nýmalaður svartur pipar og flögusalt eftir smekk
  • Fersk steinselja ef vill
  • ½ baguette, skorið í sneiðar
  • 50 g 4 ostablanda

Aðferð:

  1. Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum, geymið vatnið.
  2. Setjið 4 matskeiðar af hvítlaukssmjörinu og 100 grömm af ostinum á pönnu og bræðið saman.
  3. Hellið einum desílítra af pastavatni saman við og hrærið þar til samlagað.
  4. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Setjið spaghettíið út á pönnuna og veltið upp úr ostasósunni.
  6. Setjið restina af ostinum saman við og bætið 1/2 desílítra af pastavatni út á og veltið saman.

Hvítlauksostabrauð

  1. Hitið ofninn í 210°C og setjið á grillstillingu.
  2. Skerið brauðið skáhallt í sneiðar og smyrjið með hvítlaukssmjöri.
  3. Stráið osti yfir og bakið í 5-7 mínútur.
  4. Passið brauðið vel, það dökknar fljótt undir grillinu.
  5. Berið síðan spaghettíið fram með hvítlauksbrauðinu og njótið. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert