Ónæmisstyrkjandi þeytingur með „kikki“

Þú verður að prófa þennan!
Þú verður að prófa þennan! Samsett mynd

Undanfarnar vikur hafa pestir herjað á landsmenn sem eru að reyna að njóta sumarsins eftir bestu getu. Það hefur því sjaldan verið sniðugara að skella í ónæmisstyrkjandi þeyting eins og núna!

Uppskriftin af þessum er úr smiðju Lindu Ben uppskriftahönnuðar, en hún heldur úti uppskriftasíðunni Lindaben.is. Drykkurinn er í senn ljúffengur og mjúkur með örlitlu „kikki“ og inniheldur hráefni sem eiga það sameiginlegt að styrkja ónæmiskerfið og bæta meltinguna. 

Ónæmisstyrkjandi þeytingur Lindu Ben

Hráefni:

  • 1 appelsína
  • 1 gulrót
  • 1 cm engifer
  • 1/4 tsk. túrmerik
  • 2 dl hreint jógúrt með ab-gerlum
  • 1/2 dl vatn (ef þér finnst þurfa, annars má sleppa)
  • Örlítið af svörtum pipar
  • Klakar eftir smekk

Aðferð:

  1. Öll hráefni eru sett í blandara eða matvinnsluvél og öllu blandað vel saman.
  2. Helltu drykknum í glas og njóttu! Linda mælir með því að setja nokkra auka klaka út í glasið til að fá drykkinn extra kaldann.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert