Ólympíuförum verður boðinn veislumatur í París

Ólympíuleikarnir fara fram í París 26. júlí næstkomandi.
Ólympíuleikarnir fara fram í París 26. júlí næstkomandi. AFP

Fleiri en 15.000 besta íþróttafólk heims frá 200 löndum kemur saman á ólympíuleikunum í París sem fara fram 26. júlí til 11. ágúst þar sem keppt verður í 329 mismunandi íþróttagreinum.

Frakkar munu eflaust bjóða upp á það besta fyrir íþróttafólkið þar sem gert er ráð fyrir að eldaðir verða 40.000 matarskammtar á hverjum degi á meðan leikunum stendur. Franska matarfyrirtækið Sodexo Live! var valið til að takast á við það risavaxna verkefni að fæða alla í ólympíuþorpinu og sjá til þess að næringarríkt nasl verði í boði á þeim 14 leikvöngum sem verða notaðir á leikunum. Allt verður sett í sölurnar til þess að íþróttafólkið nái sem bestum árangri.  

Ferskt brauð, sérvaldir ostar, draumkennt úrval af ávöxtum og grænmeti ásamt kjöti úr frönskum sveitum er eitthvað sem ólympíufarar eiga eftir að sjá á hverjum degi á matartorgi ólympíuþorpsins.

Fyrirtækið, sem samanstendur af heimsklassakokkum, hefur sett saman 500 mismunandi rétti í samstarfi við sérhæfða íþróttanæringarfræðinga þar sem mikill metnaður hefur verið lagður í að hámarka næringargildi matarins og að maturinn sé gerður á sjálfbæran hátt en 80% alls hráefnis mun koma frá Frakklandi. Til að hámarka árangur íþróttafólksins er forgangsatriði að bjóða upp á fjölbreytt matarúrval í hvert mál þar sem tekið er tillit til þeirra fjölmörgu matarvenja sem fyrirfinnast um allan heim.

Matartorgið er hjarta ólympíuþorpsins þar sem allt að 3.500 íþróttamenn geta borðað þar samtímis á hvaða tíma sólarhringsins sem er. Því er óhætt er að segja að ólympíuþorpið muni verða stærsti veitingastaður í heimi, sem hefur líka gríðarlegan sameiningarmátt.

Ólympíunefndin óskaði upprunalega eftir 1.000 mismunandi réttum með yfir níu matarþemum. Nefndin sættist að lokum við fjögur þemu en boðið verður upp á franskan, asískan, alþjóðalegan, afrískan og karabískan mat. Einnig verður boðið upp á halal-rétti, en fólk frá mörgum múslimaríkjum leggur sér aðeins til munns kjöt af dýrum sem er slátrað á ákveðinn hátt.

Einnig má ekki gleyma að íþróttafólkið er af öllum stærðum og gerðum og mataræðið getur verið gjörólíkt eftir íþróttagreinum. Sumir vilja t.d. hlaða upp kolvetnabirgðirnar en aðrir heldur meira prótein og minni sykur á matardiskinn.  

„Næring spilar lykilhlutverk í að ná árangri í íþróttum. Við virðum matarvenjur íþróttafólksins til að hjálpa því að líða eins og heima hjá sér,“ segir Charles Guilloy, yfirkokkur ólympíuþorpsins.

AP

New York Post

View this post on Instagram

A post shared by Paris2024 (@paris2024)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert