Um 4.500 gestir hafa þegar bókað

Jakob Einar Jakobsson er veitingamaður á Jómfrúnni.
Jakob Einar Jakobsson er veitingamaður á Jómfrúnni. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil ásókn er í jólamatinn á Jómfrúnni í Lækjargötu í ár. Hvort óspennandi sumar hafi ýtt við fólki að tryggja sér borð skal ósagt látið en staðreyndin er engu að síður sú að uppbókað er um helgar í desember fram til jóla.

„Við höfum bókað um 4.500 manns í heildina. Allir fimmtudagar, föstudagar og laugardagar í desembermánuði, að undanskilinni síðustu helginni á milli hátíðanna, eru uppseldir,“ segir Jakob Einar Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni.

Fólk þarf reyndar ekki að örvænta því Jakob og hans fólk getur tekið á móti allt að þrettán þúsund gestum í aðdraganda jólanna. „Jólin á Jómfrúnni byrja auðvitað fimmtudaginn 7. nóvember svo það er nóg laust enn þó bestu bitarnir séu farnir,“ segir veitingamaðurinn.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert