Gordon Ramsay borðaði aftur á OTO

Gordon Ramsay stillti sér upp með starfsfólki OTO.
Gordon Ramsay stillti sér upp með starfsfólki OTO. Skjáskot/Instagram

Gordon Ramsay, einn þekktasti matreiðslumaður heims, snæddi á veitingastaðnum OTO á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann borðar þar en rétt ár er liðið frá síðustu heimsókn hans þangað.

Ramsay gerði sér lítið fyrir og stillti sér upp á mynd með starfsfólki OTO.

„Við erum skýjum ofar! Við þökkum Gordon Ramsay aftur kærlega fyrir komuna þetta árið og fyrir að hafa valið OTO annað árið í röð til að borða með föruneyti sínu í Íslandsferð sinni. Mikill heiður fyrir ungan veitingastað og okkar teymi,“ segir í færslu veitingastaðarins OTO á Instagram.

Veitingastaðurinn OTO er á Hverfisgötu en hann opnaði í apríl á síðasta ári og þykir með þeim bestu í Reykjavík. Það hljóta að vera merki um gæði þegar Michelin-kokkur velur að borða á sama veitingastað tvisvar.

Staðurinn er við Hverfisgötu og er smekklega hannaður.
Staðurinn er við Hverfisgötu og er smekklega hannaður. Ásdís Ásgeirsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert