Ráð fyrir ferskustu handklæðin

Þú getur frískað upp á gömul handklæði í stað þess …
Þú getur frískað upp á gömul handklæði í stað þess að henda þeim út. mbl.is/White Away

All­ir elska hrein hand­klæði sem ilma vel en stund­um vill fest­ast vond lykt í hand­klæðum. Til að það komi ekki fúkka­lykt af hand­klæðunum er mik­il­vægt að huga að nokkr­um atriðum. Sam­kvæmt vefsíðu Mörthu Stew­art þá eru þetta helstu atriðin sem skipta sköp­un í um­hirðu hand­klæða.

1. Þvoið alltaf hand­klæðin reglu­lega á hæsta hita eða 90 gráður.

2. Forðist það að láta blaut eða rök hand­klæði liggja í hrúgu lengi t.d. í þvotta­körfu eða á gólfi. Þannig mygla þau og vond lykt fest­ist í þeim. Hengið alltaf blaut hand­klæði upp til þerr­is þar til þau rata í þvott.

3. Notið hæfi­legt magn af þvotta­efni. Hvorki of mikið né of lítið. Það er al­geng­ur mis­skiln­ing­ur að meira magn af þvotta­efni þrífi föt­in bet­ur. Þvert á móti get­ur of mikið magn af þvotta­efni skilið eft­ir sig leif­ar og þvott­ur­inn verður all­ur sápu­kennd­ur.

4. Gott er að sótt­hreinsa þvotta­vél­ina einu sinni í mánuði því það stoðar lítið að þvo þvott í vél sem er al­mennt óhrein. Gott er að láta vél­ina ganga tóma með slettu af klór.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert