Frumlegar leiðir til þess að nota pepperoni

Ljósmynd/Colourbox

Það hafa flestir smakkað pepperoni ofan á pizzu enda eitt vinsælasta pizzuálegg í heimi. Það er hins vegar hægt að nota pepperoni í fleiri rétti en ofan á pizzu. Hér má sjá nokkrar góðar hugmyndir sem birtust á vef Mashed

Pepperoni með pasta

Það er sniðugt að nota pepperoni í hina ýmsu pastarétti hvort sem það eru heitir pastaréttir eða einfaldlega í kalt pastasalat. 

Pepperonisamloka

Af hverju að nota skinku þegar þú getur notað pepperoni? Pepperoni passar fullkomlega saman með osti og þá sérstaklega þegar samlokan er hituð. 

Pepperonisalat

Máltíð með pepperoni þarf ekki endilega að vera kolvetnarík máltíð. Það má til dæmis búa til salat og skella nokkrum pepperonisneiðum með. Þetta getur til dæmis verið salat með spínati, dressingu og tómötum. Það væri líka hægt að prófa sesarsalat með pepperoni. 

Pepperoni og kjúklingur

Ef pepperoni er gott ofan á pizzu þá er ekkert víst að það klikki ofan á kjúklingi. Það er hægt að baka kjúklingabringur með osti og pepperoni. Það er vel þekkt að beikonvefja kjúklingabringur. Af hverju ekki að prófa pepperoni?

Pepperoniídýfa

Það er hægt að skella pepperonisneiðum í blandara með hunangi, hvítlauk, rauðlauk, rjómaosti, rauðvínsediki, papriku og útkoman er gómsæt ídýfa. Það er til dæmis hægt að dýfa snakki eða grænmeti í þessa kjötídýfu. 

Pepperonisnúðar og múffur

Það þekkja flestir pizzasnúða en það er um að gera að hlaða vel af pepperoni í snúðana. Einnig er hægt að prófa sig áfram með því að setja pepperoni í möffins. 

Pepperoni í morgunmat

Ef það er til afgangur af pepperoni í ísskápnum er sniðugt að henda því með eggjaréttinum sem þú borðar í morgunmat. Það er um að gera að nota ost líka. Í rauninni má alveg prófa sig áfram með hvaða morgunmat sem er. 

Pepperonieðla

Prófaðu að setja pepperoni út í eðluna sem boðið er upp á sparikvöldum með snakki eða öðru góðgæti. 

Bökuð kartafla með pepperoni

Sumarið er tími bökuðu kartöflunnar. Það er hægt að gera þær mjög góðar með því að krydda þær aðeins með öðru en smjöri. Rjómaostur er til dæmis vinsælt með bakaðri kartöflu. Það er líka hægt að bæta kjöti við með því að strá litlum bitum af pepperoni út á kartöflurnar. 

Pepperoni út í súpur og kássur

Taktu smá áhættu og prófaðu að setja pepperoni út í súpuna þína. Það er líka hægt að setja pepperoni út í vel flestar kássur. 

Pepperoni er vinsælt ofan á pizzur.
Pepperoni er vinsælt ofan á pizzur. Ljósmynd/Unsplash.com/Alan Hardman
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert