Heimagert próteinstykki að hætti Arnfríðar

Arnfríður Helgadóttir deildi ljúffengri og hollri uppskrift á TikTok.
Arnfríður Helgadóttir deildi ljúffengri og hollri uppskrift á TikTok. Samsett mynd

Það getur stundum reynst snúið í amstri dagsins að finna millimál sem sefar sætuþörfinni og inniheldur nóg af próteini. Þjálfarinn Arnfríður Helgadóttir deildi á dögunum einfaldri uppskrift af skotheldum próteinstykkjum sem gott er að eiga í frystinum og grípa í sem millimál eða desert.

Heimagert próteinstykki

Próteinstykki

Hráefni:

  • 1 bolli hafrar
  • 1 msk. hnetusmjör
  • 1 tsk. hunang
  • 2 skeiðar prótein
  • 1/4 bolli vatn
  • Salt eftir smekk
  • Súkkulaði (til að bræða yfir próteinstykkin)
  • Kókos (til að toppa próteinstykkið með)

Karamellusósa

Hráefni:

  • 10-15 döðlur
  • Sletta af vanilludropum
  • Sletta af haframjólk
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

  1. Setjið hafra, hnetusmjör, hunang, prótein og salt í stóra skál og blandið saman. 
  2. Bætið vatni út í skálina og blandið öllu vel saman.
  3. Setjið bökunarpappír í eldfast mót eða á ofnplötu og fletjið deigið út.
  4. Til að útbúa karamellusósuna eru döðlur látnar liggja í heitu vatni í a.m.k. 10 mínútur.
  5. Setjið döðlur í blandara og bætið slettu af vanilludropum, haframjólk og salti út í og blandið saman þar til blandan hefur náð karamellulíkri áferð. 
  6. Fletið karamellusósunni yfir próteinstykkið og setjið í fyrsti í a.m.k. 15 mínútur. 
  7. Bræðið dökkt súkkulaði og hellið yfir próteinstykkið. Stráið kókos yfir súkkulaðið og setjið inn í fyrstu í a.m.k. klukkustund. 
  8. Skerið í bita og njótið! Best er að geyma próteinstykkin svo í frysti. 
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert