Svona þrífur maður hvíta skó

Á sumrin er gott að taka sig til og þrífa …
Á sumrin er gott að taka sig til og þrífa hvítu strigaskóna vandlega svo þeir skíni skært í sólinni.

Kacie Stephens er áhrifavaldur í þrifum (e. cleanfluencer). Hún rekur þrifaþjónustu og kann því allt sem viðkemur þrifnaði. Hún gefur fylgjendum sínum reglulega góð ráð og margir sækja innblástur til hennar. Nú síðast sýndi hún hvernig mætti þrífa gamla Adidas strigaskó. Sumir setja strigaskó í þvottavél en öðrum líkar þó illa við það. Ekki er víst að gömul þvottavél þoli vel slíkt álag og hætt er við að erfiðir blettir náist ekki úr. Útkoman verði bara vel blautir skór. 

Þess í stað mælir Stephens með því að taka reimarnar úr. Leggja þá í bleyti og setja þá síðan í þvott með öðrum þvotti. Það gæti verið gott ráð að setja þá í þar til gerða þvottapoka svo að reimarnar fari ekki á flakk.

Svo er bara að leysa upp sápu í skál af volgu vatni og byrja að skrúbba skóna með svampi. Fyrir sérstaklega erfiða bletti er gott að nota The Pink Stuff sem fæst í flestum matvöruverslunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert