Svona þrífur maður hvíta skó

Á sumrin er gott að taka sig til og þrífa …
Á sumrin er gott að taka sig til og þrífa hvítu strigaskóna vandlega svo þeir skíni skært í sólinni.

Kacie Stephens er áhrifa­vald­ur í þrif­um (e. cle­an­flu­encer). Hún rek­ur þrifaþjón­ustu og kann því allt sem viðkem­ur þrifnaði. Hún gef­ur fylgj­end­um sín­um reglu­lega góð ráð og marg­ir sækja inn­blást­ur til henn­ar. Nú síðast sýndi hún hvernig mætti þrífa gamla Adi­das striga­skó. Sum­ir setja striga­skó í þvotta­vél en öðrum lík­ar þó illa við það. Ekki er víst að göm­ul þvotta­vél þoli vel slíkt álag og hætt er við að erfiðir blett­ir ná­ist ekki úr. Útkom­an verði bara vel blaut­ir skór. 

Þess í stað mæl­ir Stephens með því að taka reim­arn­ar úr. Leggja þá í bleyti og setja þá síðan í þvott með öðrum þvotti. Það gæti verið gott ráð að setja þá í þar til gerða þvotta­poka svo að reim­arn­ar fari ekki á flakk.

Svo er bara að leysa upp sápu í skál af volgu vatni og byrja að skrúbba skóna með svampi. Fyr­ir sér­stak­lega erfiða bletti er gott að nota The Pink Stuff sem fæst í flest­um mat­vöru­versl­un­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert