Ef þig langar í eitthvað gott þá er sniðugt að baka svampbotna og búa til sítrónusmjör frá grunni. Það má líka kaupa sítrónusmjörið tilbúið, það er enginn að fara að dæma þig fyrir það. Þegar svampbotnar hitta sítrónusmjör, rjóma og hindber þá gerast töfrarnir.
Svampbotn
Aðferð:
Aðferð:
Byrjið á því að rífa börkinn af sítrónunum og takið bara gula partinn, þetta hvíta má ekki fara með. Þá er safinn pressaður úr sítrónunum.
Setjið börkinn, sítrónusafann, sykurinn og eggin í pott og hafið hitann vægan. Þetta má alls ekki brenna. Hrærið vel saman yfir hitanum þangað til blandan fer að þykkna. Þetta tekur um það bil fimm mínútur. Þegar blandan er farin að þykkna er potturinn tekinn af hitanum. Smjörið er skorið í bita og blandað smátt og smátt út í sítrónublönduna. Allt hrært vel saman.
Sótthreinsið krukku og setjið sítrónusmjörið í og geymið í kæli þangað til það fer á kökuna.
Samsetning á köku
Aðferð:
Þegar búið er að baka svampbotnana og þeir orðnir kaldir þá er kakan sett saman. Þeytið rjómann og setjið til hliðar.
Berið þykkt lag af sítrónusmjörinu á neðri svampbotninn og bætið svo þeytta rjómanum ofan á. Þá er hinn botninn settur ofan á. Smyrjið efri botninn með sítrónusmjöri og setjið restina af rjómanum ofan á kökuna og skreytið með hindberjum. Best er að geyma kökuna í kæli og leyfa henni að taka sig í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram.