Löðrandi salthnetuspaghettí með heimagerðu pestói

Salthnetupestó er sérlega ljúffengt og gott.
Salthnetupestó er sérlega ljúffengt og gott. Unsplash/Getty Images

Eft­ir Versl­un­ar­manna­helgi þar sem tíðkast að gera vel við sig í mat og drykk er gott að leita aft­ur í ein­fald­leik­ann. Ein­fald­leik­inn þarf þó ekki að vera óspenn­andi og gos­laus. Hann get­ur verið al­veg löðrandi eins og þessi rétt­ur sann­ar. Hér er á ferð spaghettí með heima­gerðu salt­hnetupestói sem bráðnar í munni og fær­ir þenn­an mánu­dagsþriðju­dag upp á annað plan. Gott er að strá svo­litl­um par­mesanosti yfir pestóið þegar það er komið á disk­inn. 

Spaghettí með salthnetupestói bráðnar í munninum.
Spaghettí með salt­hnetupestói bráðnar í munn­in­um. Unsplash/​Alice Pasqual

Löðrandi salthnetuspaghettí með heimagerðu pestói

Vista Prenta

Salt­hnetupestó (upp­skrift fyr­ir 4)

  • 1/​2 bolli salt­hnet­ur
  • 2 msk. fersk­ur sítr­ónusafi
  • 1 líf­rænt hvít­lauksrif
  • 2 boll­ar af ferskri basilíku
  • 1/​2 bolli líf­ræn ólífu­olía
  • 1/​2 bolli niðurrif­inn par­mesanost­ur

Aðferð: 

  1. Allt sett í bland­ara og þeytt sam­an þangað til pestóið er orðið silkimjúkt. 
  2. Spaghettí soðið eft­ir leiðbein­ing­um á pakka. 
  3. Þegar spaghettíið er til­búið er öllu blandað sam­an í stóra skál. Ef það er af­gang­ur má taka rest­ina með sér í nesti dag­inn eft­ir. Svona spaghettí er jafn­gott heitt og kalt. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert