Marengsterta með hunangsplómum

Marengsterta með hunangsplómum er mikið lostæti.
Marengsterta með hunangsplómum er mikið lostæti. mbl.is/Marta María

Það er fátt sem jafn­ast á við góðar mar­engstert­ur. Þessa köku bakaði ég á dög­un­um þegar son­ur minn hélt upp á 15 ára af­mælið sitt. Ein­hvern veg­inn er ekki hægt að halda af­mæl­is­boð nema að bjóða upp á eina mar­engstertu. Þessi upp­skrift að botn­in­um klikk­ar yf­ir­leitt ekki nema eitt­hvað sé að bak­ara­ofn­in­um. 

Óhætt er að segja að kak­an hafi slegið í gegn og var nán­ast borðuð upp til agna. Ég lít alltaf á það sem mikið hrós þegar kök­ur eru nán­ast kláraðar því þá hafa þær þótt góðar. Þessi litli köku­biti sem eft­ir varð stoppaði þó ekki lengi í ís­skápn­um því sjálf laumaðist ég í hann og borðaði rétt fyr­ir svefn­inn sem er svo gott. 

Gald­ur­inn við þessa mar­engstertu eru hun­angsplóm­urn­ar sem eru heima­gerðar, líkt og kak­an sjálf. Ég vona að þessi upp­skrift renni jafn­ljúf­lega niður hjá les­end­um og heima hjá mér.

Best er að baka kökuna að kvöldi til og láta …
Best er að baka kök­una að kvöldi til og láta hana kúra inni í ofni yfir nótt­ina. Kak­an fer vel á diski á fæti úr marm­ara sem kem­ur frá steinsmiðjunni Fígaró. mbl.is/​Marta María

Marengsterta með hunangsplómum

Vista Prenta

Mar­engsterta með hun­angsplóm­um 

  • 4 eggja­hvít­ur
  • 3 dl syk­ur
  • 1 tsk. lyfti­duft
  • 1 tsk. epla­e­dik

Aðferð: 

  1. Hitið ofn­inn í 150°
  2. Setjið eggja­hvít­ur í hræri­véla­skál og stífþeytið.
  3. Bætið sykr­in­um út í smátt og smátt.
  4. Þegar bland­an er orðin stíf og glans­andi þá er lyfti­dufti bætt út í ásamt epla­e­diki.
  5. Teiknið hring­laga form á bök­un­ar­papp­ír og smyrjið deig­inu fal­lega á bök­un­ar­papp­ír­inn.
  6. Bakið kök­una í 15 mín­út­ur við 150° þá er hit­inn lækkaður niður í 100°og kak­an bökuð í klukku­tíma.
  7. Lang­best er að baka kök­una að kvöldi til að láta hana kólna inni í bak­ara­ofni yfir nótt. Þá verður áferðin hár­rétt. 

Hun­angsplóm­ur

  • 4 plóm­ur
  • 1-2 msk. fljót­andi líf­rænt hun­ang

Aðferð: 

  1. Skerið plóm­urn­ar í litla bita og hellið fljót­andi líf­rænu hun­angi yfir plóm­urn­ar. Best er að láta plóm­urn­ar mar­in­er­ast í hun­ang­inu yfir nótt. Fínt er að gera þetta eft­ir að kak­an er far­in inn í ofn.
  2. Morg­un­inn eft­ir að kak­an tek­in út úr ofn­in­um, rjóm­inn þeytt­ur og sett­ur á kök­una og skreytt­ur með hun­angsplóm­un­um. 
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert
Loka