Föstudagspítsan: Hvítlauksbrauðpítsa sem bragð er af

Pítsurnar hans Árna Þorvarðarsonar hafa ýmist fengið nafnið Pabbapítsur eða …
Pítsurnar hans Árna Þorvarðarsonar hafa ýmist fengið nafnið Pabbapítsur eða Járnkarlapítsur. Föstudagspítsan að þessu sinni er í raun hvítlaukspítsabrauð. Samsett mynd

Heiður­inn af föstudagspítsunni að þessu sinni á Árni Þor­varðar­son bak­ari og fag­stjóri við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi. Hann elsk­ar að baka pítsur og veit fátt skemmti­legra að koma með nýj­ar útfærslur. Að þessu sinni býður Árni les­end­um upp á grillað hvítlauksbrauð sem er í raun hvítlauksbrauðpítsa og hægt að bjóða upp á með alls konar mat.

Grillað hvítlauksbrauð er algengt að borða sem aðalrétt eða sem meðlæti með til dæmis með hummus, pestói eða öðrum sælkerasósum. Það er einnig gott að skera það í bita og njóta þess sem snakks. Grillað hvítlauksbrauð er fjölbreyttur valkostur. Það er í rauninni engin takmörk á hvernig þú getur skapað þitt eigið bragðmikla focaccia hvítlauksbrauð.

Girnilegt bæði sem pítsa og sem meðlæti.
Girnilegt bæði sem pítsa og sem meðlæti. Ljósmynd/Árni Þorvarðarson

Grillað hvítlauksbrauð

  • 592 g pitsahveiti            
  • 7 g þurrger        
  • 12 g salt                                
  • 47 g olía                                
  • 332 g vatn                           

Aðferð:

  1. Byrjið á því að vigta allt saman í skál.
  2. Notið krók og hrærið í 4 mínútur á 30% hraða og 4 mínútur á 60% hraða.
  3. Setjið olíu í form og skiptið deiginu í formin, helst eru notuð álform sem hægt er að setja á grillið og hita upp.
  4. Leyfið deiginu að standa við stofuhita í um það bil 60 mínútur vel húðað af hvítlauksolíu.
  5. Þrýstið út með puttunum þar til deigið nær út í allt formið.
  6. Stundum þarf að endurtaka hvíldartímann.
  7. Stráið hvítlauk eða hvítlauksmauki yfir fyrir bakstur.
  8. Setjið inn í kæli í 12 tíma.
  9. Pítsaofn notaður á kaldasta svæðinu, hægt að setja álpappír yfir svo deigið brenni ekki.
  10. Leyfið deiginu að stækka aðeins áður en það er bakað.
  11.  Bakið við 210°C hita í 12 mínútur.
  12. Flott er að setja steinselju ofan á brauðið eftir baksturinn.
  13. Skerið niður í hentugar stærðir.
  14. Gott er að hita aftur upp á grillinu með mat.
  15. Berið fram eitt og sér eða sem meðlæti með öðrum mat.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert