Matargerð fyrir líkama og sál

Valerio Gargiulo hefur gefið út kokkabók með uppskriftum frá Napólí.
Valerio Gargiulo hefur gefið út kokkabók með uppskriftum frá Napólí. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Mat­ar­venj­ur Miðjarðar­hafs­ins – suðurít­alsk­ar upp­skrift­ir er mat­reiðslu­bók eft­ir hinn ít­alska Val­er­io Gargiu­lo sem býr hér á landi. Hann seg­ir bók­ina vera virðing­ar­vott við merki­lega mat­ar­gerðar­arf­leifð þar sem holl­usta er höfð í fyr­ir­rúmi.

Val­er­io Gargiu­lo er Ítali, fædd­ur og upp­al­inn í Napólí, en hef­ur verið bú­sett­ur hér á landi frá ár­inu 2002. Á síðasta ári gaf hann út mat­reiðslu­bók­ina Upp­skrift­ir Val­er­i­os frá Napólí og nú er kom­in út ný bók Mat­ar­venj­ur Miðjarðar­hafs­ins – suðurít­alsk­ar upp­skrift­ir.

„Miðjarðar­hafs­mataræðið er talið mik­il heilsu­bót, er al­mennt viður­kennt sem eitt besta mataræði í heim­in­um. Mamma og amma og vin­kon­ur þeirra elduðu þenn­an mat og upp­skrift­irn­ar koma frá þeim. Þessi mat­ur er ekki erfiður í mat­reiðslu og alls ekki dýr. Mat­reiðslu­bók­in mín er virðing­ar­vott­ur við mat­ar­gerðar­arf­leifð þar sem sól­in, sjór­inn og jörðin gefa af sér af­burðavör­ur af ein­stök­um gæðum og með fjöl­breyttu bragði. Þetta er mat­ur sem er góður fyr­ir lík­ama og sál. Þar er ólífu­olía mikið notuð, sömu­leiðis græn­meti og baun­ir en ekki er mikið um kjöt,“ seg­ir Val­er­io.

Hann á sinn upp­á­halds­mat, finnst gam­an að búa til salöt og sitt eigið pasta. Hann hef­ur unun af að bjóða fólki heim í mat og leik­ur sér stund­um að því að blanda sam­an mat­ar­hefðum ólíkra landa. Val­er­io á fjöl­marga fylgj­end­ur á Face­book og þar er hægt að festa kaup á bók­inni.

Val­er­io er lög­fræðing­ur að mennt og hef­ur sinnt ýms­um verk­efn­um. Hann vinn­ur á leik­skóla og sinn­ir ritstörf­um. Hann hef­ur sent frá sér bæk­ur, skáld­sög­ur og ljóðabæk­ur og er fé­lagi í Rit­höf­unda­sam­bandi Íslands.

Val­er­io deil­ir hér með les­end­um Morg­un­blaðsinsS girni­leg­um upp­skrift­um sem er að finna í nýju bók­inni hans. Þetta er ann­ars veg­ar ofn­bakap­ur kjúk­ling­ur með rós­maríni og kart­öfl­un og hins veg­ar grillað eggald­in með myntu.

Girnilegur ofnbakaður kjúklingur með rósmarín og kartöflum.
Girni­leg­ur ofn­bakaður kjúk­ling­ur með rós­marín og kart­öfl­um. mbl.is/Á​sdís
Grilluð eggaldin með myntu.
Grilluð eggald­in með myntu. mbl.is/Á​sdís

Matargerð fyrir líkama og sál

Vista Prenta

Ofn­bakaður kjúk­ling­ur með rós­maríni og kart­öfl­um

Erfiðleik­ar: auðvelt

Und­ir­bún­ing­ur: 20 mín.

Mat­reiðsla: 80 mín.

Fyr­ir 4

  • 800-900 g blanda af kjúk­linga­lær­um og leggj­um
  • 6 meðal­stór­ar kart­öfl­ur
  • 4 grein­ar af fersku rós­maríni
  • 3 hvít­lauks­geir­ar
  • 4 msk. jóm­frúaró­lífu­olía
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Afhýðið kart­öfl­urn­ar og skerið í ten­inga. Gott er að skola kart­öfl­urn­ar í köldu vatni og þurrka vel til þess að ná sterkj­unni úr.
  2. Setjið kart­öfl­urn­ar í skál og hellið mat­skeið af ólífu­olíu, saltið og piprið eft­ir smekk og bætið við rós­maríni af ein­um stöngli. Blandið vel sam­an og for­hitið ofn­inn í 200°C.
  3. Skolið kjúk­linga­læri und­ir köldu vatni og þerrið þau með eld­húspapp­ír.
  4. Nuddið kjúk­ling­inn með einni mat­skeið af ólífu­olíu, salti og pip­ar.
  5. Setjið kjúk­ling­inn í ofn­fast mót. Merjið hvít­lauks­geir­ana og bætið við ásamt rest­inni af rós­marín­inu.
  6. Raðið kart­öfl­un­um um­hverf­is kjúk­ling­inn.
  7. Setjið mótið í for­hitaðan ofn­inn og bakið í um það bil 1 klst. eða þangað til kjúk­ling­ur­inn er eldaður í gegn. Snúið kart­öfl­un­um og kjúk­lingn­um við, setjið vökv­ann úr mót­inu yfir kjúk­ling­inn og kart­öfl­urn­ar þegar u.þ.b. helm­ing­seld­un­ar­tími er eft­ir.
  8. At­hugið hvort kjúk­ling­ur­inn sé fulleldaður að inn­an en húðin á að vera gull­in­brún og stökk. Kart­öfl­urn­ar ættu einnig að vera gull­in­brún­ar og stökk­ar að utan en mjúk­ar að inn­an.
  9. Þegar rétt­ur­inn er til­bú­inn, takið mótið úr ofn­in­um og látið kjúk­ling­inn hvíla í nokkr­ar mín­út­ur áður en þið berið hann fram.
  10. Raðið kjúk­lingn­um og kart­öfl­un­um á diska og munið að setja einnig hvít­lauk­inn og rós­marín­grein­arn­ar með til skrauts. Gott að bera fram eitt og sér eða með fersku sal­ati.

Grilluð eggald­in með myntu

Erfiðleik­ar: auðvelt

Und­ir­bún­ing­ur: 10 mín.

Mat­reiðsla: 15 mín.

Fyr­ir 4

  • 2 stór eggald­in
  • 4 msk. jóm­frúaró­lífu­olía
  • 2 hvít­lauks­geir­ar
  • 18-20 fersk myntu­lauf
  • Safi úr hálfri sítr­ónu
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Þvoið eggald­in og skerið í um það bil 1 cm þykk­ar sneiðar. Ef þið viljið getið þið skorið það í hringi eða lang­ar ræm­ur, allt eft­ir því hvernig þið viljið hafa það.
  2. Blandið sam­an ólífu­olíu, söxuðum hvít­lauk, sítr­ónusafa, söxuðum myntu­lauf­um, salti og pip­ar í skál.
  3. Hitið grill eða grillpönnu yfir miðlungs­há­um hita.
  4. Raðið eggald­insneiðunum á heitt grill eða grillpönnu og grillið þær í um það bil 5-7 mín. á hvorri hlið, þar til þær eru mjúk­ar og hafa fengið fal­leg­ar grill­rend­ur.
  5. Þegar eggald­inið er til­búið, setjið sneiðarn­ar á disk.
  6. Notið pensil eða skeið til að setja olíu­blönd­una á eggald­insneiðarn­ar.
  7. Berið fram grillað eggald­in með myntu, heitt eða við stofu­hita. Þið getið skreytt með nokkr­um fersk­um myntu­lauf­um. Gott sem hliðarrétt­ur eða sem létt­ur há­deg­is­verður.
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert