Banana kröns nýjasta æðið hennar Helgu Möggu

Helga Magga er sniðugri en flestir þegar kemur að skella …
Helga Magga er sniðugri en flestir þegar kemur að skella saman hollum og einföldum réttum á methraða. Samsett mynd

Helga Magga heilsumarkþjálfi og samfélagsmiðlari er sniðugri en flestir að búa til einfaldar og hollar máltíðir á skömmum tíma. Hér er hún komin með banana kröns sem er kærkomin tilbreyting frá hafragrautnum og chiafrægrautnum. En þessi réttur er fullkomin næring að morgni en líka gott í eftirrétt, einnig gott að setja smá auka hunang ofan á hindberin. Sjáið Helgu Möggu leika listina á Instagram síðunni hennar hér fyrir neðan.

Banana kröns að hætti Helgu Möggu

  • 1 banani
  • 1 tsk. kanill
  • 2 msk. akasíuhunang
  • 1 dl haframjöl (35g)
  • 150 g grísk jógúrt
  • Nokkur hindber í skraut

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera banana í bita og steikja bitana á pönnu.
  2. Helgu Möggu finnst betra ef bananinn er orðinn smá þroskaður.
  3. Setjið kanillinn yfir bananana ásamt hunanginu og hitið á pönnunni í 2-3 mínútur áður en haframjölið er svo sett yfir bananabitana.
  4. Hrærið síðan þessu saman á pönnunni og hitið áfram í um 5 mínútur.
  5. Takið bitana af hitanum og kælið örlítið.
  6. Setjið gríska jógúrtin í skál og raðið bitunum þar ofan á.
  7. Helga Magga notaði frosin hindber sem skraut ofan á, þau þiðna á skammri stund.
  8. En þegar þau eru frosin er hægt að mylja þau niður í litla bita og setja yfir skálina til að fá smá lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka