Bragðgott og einfalt risarækjutaco ekta mánudags

Syndsamlega gott rækjutaco sem á vel við á mánudegi.
Syndsamlega gott rækjutaco sem á vel við á mánudegi. Ljósmynd/Gígja S. Guðjónsdóttir

Þetta er ekta mánudagsréttur, bragðgott risarækjutaco sem gerir mánudaginn enn betri. Það er mjög einfalt að útbúa þennan rétt og  hann er bæði ferskur og góður og sósan toppar bragðupplifunina. Heiðurinn af uppskriftinni á Gígja S. Guðjónsdóttir matarbloggari og flugfreyja og birtist hún á uppskriftavefnum Gott í matinn.

Risarækjutaco

Fyrir 3

  • 8 stk. litlar taco pönnukökur
  • 500 g risarækjur
  • 3 stk. hvítlauksrif, eða meira eftir smekk
  • Smjör eftir smekk
  • Olía eftir smekk
  • Salt og pipar eftir smekk

Taco sósa

  • 1 dós sýrður rjómi 36%
  • 1/2 stk. límóna
  • 1⁄4 tsk. cumin krydd
  • 1 tsk. hvítlaukssalt
  • 1⁄2 tsk. cayenne pipar
  • 1 msk. hot sauce

Guacamole

  • 2 stk. avókadó
  • 1⁄2 stk. rauðlaukur
  • 1 stk. tómatur
  • 1⁄2 stk. límóna, safinn
  • Salt og pipar eftir smekk

Rauðkálssalsa

  • 1⁄3 stk. rauðkálshaus
  • 2 msk. taco sósa

Aðferð:

  1. Fínt er að byrja á að gera guacamole og taco sósuna.
  2. Byrjið á því að stappa avókadóið og bætið við fínt skornum rauðlauk og tómat og hrærið saman.
  3. Bætið síðan við límónusafa, salti og pipar.
  4. Hrærið saman sýrðum rjóma, límónusafa, hvítlaukssalti, cayenna pipar og hot sauce.
  5. Þá er taco sósan tilbúin.
  6. Skerið næst rauðkál niður og bætið við 2 msk. af taco sósunni sem þið voruð að útbúa.
  7. Hrærið saman og geymið til hliðar.
  8. Þá er allt meðlætið sem fara í taco-ið tilbúið og þá er ekkert eftir en að elda rækjurnar og steikja pönnukökurnar.
  9. Setjið rækjurnar í eldfast form með bræddu smjöri, söxuðum hvítlauk, salti og pipar og eldið í ofni á 250°C hita í 5-7 mínútur.
  10. Einnig er hægt að steikja rækjurnar á pönnu með smjöri, hvítlauk, salti og pipar í um 3 mínútur á hvorri hlið.
  11. Setjið nokkrar matskeiðar af olíu á litla pönnu og hitið vel.
  12. Snögg steikið síðan pönnukökurnar upp úr olíunni.
  13. Gígju finnst kökurnar bestar steiktar en einnig er hægt að setja þær í ofn 1-2 mínútur við 180-200°C rétt til að hita þær.
  14. Síðan setjið þið risarækjutaco-ið saman eins og ykkur langar að hafa það.
  15. Njótið vel.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert