Ljúffengt rifsberjahlaup með chili

Rifsberjahlaup og sulta passar vel með mörgu og er algjört …
Rifsberjahlaup og sulta passar vel með mörgu og er algjört lostæti að njóta. Ljósmynd/Ingunn Mjöll

Nú líður senn að því að berjauppskeran fer að koma í hús. Berin eru að verða fullþroskuð og við eigum að vera dugleg að nýta það sem náttúran býður okkur upp á. Í mörgum görðum er gjöful rifsberjatré en rifsber eru fullkomin til að nýta í sultugerð. Rifsberjahlaup er líka afar gott og passar vel með alls konar ostum svo fátt sé nefnt. Ingunn Mjöll sem heldur úti heimasíðunni Íslandsmjöll á heiðurinn af þessari uppskrift að rifsberjahlaupið með chili sem er sáraeinfalt að gera. Það þarf einungis þrjú hráefni í uppskriftina og Ingunn notar ekki sultuhleypir en hverjum og einum er auðvitað frjálst að gera það ef vill.

Nýtir hratið

Ingunn nýtir líka hratið sem flýtur upp meðan á suðunni stendur en það sem eftir er af hratinu setur hún í pott aftur og hellir vatni yfir og sýður upp með um 1 lítra á móti kílói. Úr því verður dásamlegt rifsberjasaft sem hægt er að drekka eða jafnvel nýta sem síróp út í drykki.

Rifsberjahlaup með chili

  • 1 kg rifsber
  • 1 kg sykur, Ingunn notar 750 g
  • 2 stk. rauð chilli

Aðferð:

  1. Þvoið berin vel. Vatnið látið síga af þeim.
  2. Látið stilkana fylgja með þar sem þeir hleypa upp sultunni/hlaupinu.
  3. Setjið berin í pott og hellið sykrinum yfir.
  4. Látið sjóða í 5-10 mínútur eða eins lengi og þið teljið þurfa þar til blandan þykknar.
  5. Sigti síðan og setjið í hreinar krukkur með loki. Vert er að sjóða krukkurnar alltaf áður eða setja þær í uppþvottavél.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert