Svona lítur vikumatseðillinn hennar Ellu Stínu út

Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, á heiðurinn …
Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Elín Krist­ín Guðmunds­dótt­ir, bet­ur kynnt sem Ella Stína, á heiður­inn af vikumat­seðlin­um að þessu sinni sem er sann­kallaður græn­metisvik­umat­seðill. Ella Stína hef­ur mikla ástríðu fyr­ir að út­búa góðan mat sem kem­ur úr plöntu­ríkínu.

„Ég vil nota ein­fald­leik­ann þegar ég er að út­búa mat og að hann sé sem næst­ur upp­runa sín­um. Ástríða mín hef­ur í mörg ár verið og eig­in­lega síðan ég var krakki að út­búa góðan mat. Það er alltaf gam­an að fá góða gesti í mat og ég er oft með fullt hús af fólki í mat. Það sem ein­kenn­ir mig sem góðan kokk er að ég man aldrei upp­skrift­ir þannig að ég reyni að spinna sam­an því sem til er í ís­skápn­um hverju sinni og bæti svo við allskon­ar fersku græn­meti,“ seg­ir Ella Stína og hlær.

Ella Stína á og rek­ur fyr­ir­tækið Ella Stína sem fram­leiðir veg­an mat­vör­ur og er orðið þekkt vörumerki. „Vörumerkið er alltaf að stækka og að verða þekkt­ara meðal neyt­anda og er ég virki­lega þakk­lát mín­um viðskipta­vin­um sem versla af mér aft­ur og aft­ur. Þá get ég haldið áfram að gera það sem mér finnst skemmti­legt að finna nýj­ung­ar og vöruþróun á góðum vör­um sem inni­halda hrein­leika.

Er í sam­starfi við Lemon og Yuzu

Það helsta sem er á teikni­borðinu mínu núna er að ég er að koma með nýj­ar vör­ur inn í lok ág­úst byrj­un sept­em­ber sem eru ost­ur. Bæði í sneiðum og rif­inn, að þessu verk­efni er ég búin að vinna að í marga mánuði í sam­starfi við franskt fyr­ir­tæki. Ost­ur­inn kem­ur í versl­an­ir mjög fljót­lega. Það eru líka að koma 4 teg­und­ir af veg­an súkkulaði á markaðinn frá Belg­íu. Teg­und­ir sem hafa ekki sést hér á landi áður og ég er virki­lega spennt fyr­ir því. Það eru því gríðarlega spenn­andi tím­ar framund­an. Einnig er ég í sam­starfi við fyr­ir­tæki eins og Lemon og Yuzu sem er ein­stak­lega skemmti­legt og gef­andi.  Við Hauk­ur á Yuzu mun­um koma fljót­lega sam­an með nýj­ung á markaðinn og von­um að eigi eft­ir að slá í gegn,“ seg­ir Ella Stína sposk á svip.

Byrjuð að und­ir­búa jól­in

Ella Stína seg­ist líka vera far­in að huga að jól­un­um. „Svo má auðvitað ekki gleyma að það stytt­ist í jól­in og ég er far­in að und­ir­búa jól­in þar sem jól­in er mjög anna­sam­ur tími hjá matar­frum­kvöðli. Við vilj­um öll fá góðan mat á jól­um og ára­mót­um. Þannig að það er eng­in logn­molla hjá mér þessa dag­ana enda þrífst ég í því að hafa nóg að gera en auðvitað halda smá jafn­vægi því ann­ars hætt­ir þetta að vera gam­an,“ bæt­ir Ella Stína við.

Rútín­an er að detta inn hjá mörg­um og þá gott að hafa gott skipu­lag á mat­ar­mál­un­um sem ein­falda hlut­ina. Það hef­ur verið eitt af mín­um mark­miðum í vöruþróun hjá Ellu Stínu að koma með holl­an kost sem lausn fyr­ir fjöl­skyld­ur,“ seg­ir Ella Stína að lok­um.

Mánu­dag­ur- Spa­gettí

„Þetta spa­gettí er ein­falt og tek­ur ekki lang­an tíma sem öll­um á heim­il­inu finnst gott‘‘

Einfalt og ljúffengt spagettí.
Ein­falt og ljúf­fengt spa­gettí. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf

Svona lítur vikumatseðillinn hennar Ellu Stínu út

Vista Prenta

Veg­an spa­gettí

  • 1-2 pk. veg­an hakk sér­val Ellu Stínu hver pakki inni­held­ur 200g
  • 1 stk. skalot­lauk­ur
  • 3-4 stk. svepp­ir frá Flúðum
  • 1-2  stk. flösk­ur Tóm­at­p­asta frá Sollu
  • 2 msk. tóm­at­púrra
  • 2 msk. rauðvín­se­dik
  • 1-2 tsk. kó­kospálm­syk­ur
  • 1 stk. lár­viðarlauf
  • 2 tsk. sítr­ónupip­ar
  • 2 tsk. tim­i­an
  • 2 tsk. sal­vía
  • 1 tsk. tzaziki
  • Salt og pip­ar eft­ir smekk
  • Lúka af ferskri stein­selju.

Aðferð:

  1. Takið hakkið úr frysti áður en þið ætlið að nota það mér finnst betra að hafa það ekki al­veg frosið.
  2. Skerið niður skalot­lauk og sveppi og steikið á pönnu í smá stund þar til skalot­lauk­ur­inn er far­inn að mýkj­ast og svepp­irn­ir eru orðnir brún­ir.
  3. Setjið krydd­in sam­an við og því næst hakkið.
  4. Takið tóm­at­p­asta og tóm­at­púru og setjið sam­an við.
  5. Bætið við rauðvín­se­diki og kó­kospálm­sykri og látið malla sam­an í um það bil 15 mín­út­ur.

Spa­gettí

  • 1 pk spa­gettí, 500 g 

Aðferð:

  1. Sjóðið spa­gettí sam­kvæmt leiðbein­ing­um á umbúðum.

Kasjúhnetu par­mes­an

  • 1 dl kasjúhnet­ur  

Aðferð:

  1. Þurrristið kasjúhnet­urn­ar á pönnu eða í ofni þar til þær eru gulln­ar að lit.
  2. Pressið hvít­lauk­inn og setjið svo öll hrá­efni sam­an í bland­ara og blandið þar til orðið fín­malað.
  3. Geymið kasjúhnetu par­mes­anost­inn í kæli. 

Þriðju­dag­ur - Píta með kjúlla­bit­um og pítusósu að hætti Ellu Stínu

,,Þriðju­dag­ar eru oft svona dag­ar sem maður veit varla hvað á að vera í mat­inn og lang­ar grípa í ein­falda en holla máltíð.“

Píta með kjúllabitum.
Píta með kjúlla­bit­um. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf
Prenta

Píta með kjúlla­bit­um og pítusósu

Fyr­ir 4-6

  • 1 pk. fros­in pítu­brauð að eig­in vali
  • 2 pk. veg­an kjúk­ling­ur Ella Stína
  • Pítusósa Ella Stína
  • ½ -1 gúrka
  • 3-4 tóm­at­ar
  • Ferskt sal­at að eig­in vali
  • 1 stk. rauðlauk­ur

Aðferð:

  1. Hitið ofn­inn í 180°C hita ef þið viljið hita kjúk­ling­inn í ofni frem­ur en að steikja á pönnu.
  2. Steikið eða bakið veg­an kjúk­ling­inn, annaðhvort á pönnu, upp úr olíu þar til hann hef­ur brún­ast og kryddið með salti og pip­ar eða bakið í ofni við 180°C hita.
  3. Skerið græn­metið smátt niður og raðið í skál­ar.
  4. Ristið pítu­brauðin þar til þau eru mjúk, gæti þurft að rista tvisvar.
  5. Setjið pít­urn­ar sam­an eft­ir smekk og njótið.

Miðviku­dag­ur – Ofn­bakað tófu

,,Við fjöl­skyld­an elsku að njóta tófu með kínóa og jóg­úrt dillsósu.“ 

Syndsamlega gott ofnbakað tófú að hætti Hildar Ómars.
Synd­sam­lega gott ofn­bakað tófú að hætti Hild­ar Ómars. Ljós­mynd/​Hild­ur Ómars
Prenta

Hvers­dags­legt ofn­bakað tófu að hætti Hild­ar Ómars

  • 2 dl kínóa
  • 4 dl vatn
  • 1 ten­ing­ur jur­takraft­ur
  • 1 kubb­ur Tófú (450g)
  • 1 msk. tam­ari sósa
  • 2 msk. ólífu­olía
  • 1 msk. caj­un krydd

Meðlæti

  • Sal­at, sjá upp­skrift fyr­ir neðan
  • Jóg­úrt dill dress­ing, sjá upp­skrift fyr­ir neðan

Aðferð:

  1. Þerrið tófúið með eld­húspapp­ír eða visku­stykki. Það er mjög gott ef hægt er að leggja eitt­hvað þungt ofan á það og leyfa því að press­ast í ein­hverja stund en það þarf ekki.
  2. Skerið tófúið í sneiðar og veltið því upp úr ol­í­unni, tam­ari og caj­un kryddi.
  3. Leyfið tófúínu að draga í sig marín­er­ing­una í um það bil 10 mín­út­ur.
  4. Bakið tófúið í ofni á 200°C hita í 20 mín­út­ur.
  5. Sjóðið kínóaið á miðlungs­há­um hita þar til það hef­ur dregið vatnið í sig, það tek­ur um 10-12 mín­út­ur.
  6. Útbúið sós­una með því að blanda sam­an oatly jóg­úrt­inni, olíu, safa úr sítr­ónu, smátt skornu dilli og smá salti.
  7. Berið tófúið fram ásamt kínóa, sal­ati, jóg­úrt dill sósu og toppið gjarn­an með pek­an­hnet­um, trönu­berj­um og graslauk.

Jóg­úrt dill dress­ing

  • 3 dl hrein hafrajóg­úrt frá oatly
  • 2 msk. safi úr sítr­ónu
  • 1 dl ferskt smátt skorið dill
  • 2 msk. ólífu­olía
  • Smá salt

Sal­at

  1. 1 dl smátt saxaðar pek­an­hnet­ur
  2. ½ dl trönu­ber
  3. ½ dl saxaður graslauk­ur

Fimmtu­dag­ur - Risaeðlunagg­ar með tóm­atsósu, hrís­grjón­um og sal­ati

,,All­ir krakk­ar og líka full­orðnir elska risaeðlunagg­ana og hef ég fengið fjöld­ann all­an af ánægðum viðskipta­vin­um sem segja að risaeðlunagg­arn­ir séu í svo miklu upp­á­haldi. Þeir inni­halda ekki soja sem er mik­ill kost­ur.“

Risaeðlurnaggar með tómatsósu er eitthvað sem margir krakkar elska.
Risaeðlurnagg­ar með tóm­atsósu er eitt­hvað sem marg­ir krakk­ar elska. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf
Prenta

Risaeðlunagg­ar með tóm­atsósu, hrís­grjón­um og sal­ati

  • 2-3 pk. risaeðlunagg­ar
  • Hýðis­hrís­grjón eða peru­bygg
  • Sal­at, upp­skrift fyr­ir neðan
  • Sal­atsósa
  • Tóm­atsósa, fyr­ir börn­in

Aðferð:

  1. Setið nagg­ana á ofn­plötu klædda bök­un­ar­papp­ír og inn í ofn­inn í 10-15 mín­út­ur á 200°C hita.
  2. 2 dl hýðis­hrís­grjón eða perlu­bygg soðið sam­kvæmt leiðbein­ing­um á pakkn­ingu.

Blandað sal­at

  • ½ kína­kál
  • ½ rauðkáls­haus
  • 2-3 tóm­at­ar
  • ½ gúrka
  • 1 stk. paprika skorið í bita
  • 1 stk. avóka­dó skorið í bita

Aðferð:

  1. Skerið allt hrá­efnið niður eft­ir ykk­ar smekk.
  2. Blandið síðan öllu hrá­efn­inu sam­an í skál á fal­leg­an máta.

Sal­atsósa

Föstu­dag­ur – Veg­an borg­ari

„Á mínu heim­ili er oft föstu­dagspitsa eða veg­an borg­ari. Ég er mjög oft með þenn­an veg­an borg­ara en hann nýt­ur ávallt vin­sælda á mínu heim­ili

Laug­ar­dag­ur – Poke-skál með kjúk­ling

„Ég hrein­lega get ekki annað en komið með þessa upp­skrift sem er Poke veg­an skál ég ein­fald­lega elska þessa upp­skrift. Þessi upp­skrift er unn­in í sam­starfi við grænker­an, hana Þór­dísi en hún tek­ur all­ar mín­ar ljós­mynd­ir og býr líka til til frá­bær­ar upp­skrift­ir í sam­starfi við mig. Síðan lang­ar mig að vera með eft­ir­rétt, kó­kos­kúl­ur sem bráðna í munni.“

Girnileg Poke-skál.
Girni­leg Poke-skál. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf
Prenta

Poke-skál með kjúk­ling, sus­hi hrís­grjón­um og chili-majó

Veg­an ter­iyaki kjúk­ling­ur

  • 2 pk. veg­an kjúk­ling­ur Ellu Stínu (280 g)
  • 1 dl sojasósa
  • 1 msk. hrís­grjóna­e­dik
  • 1 tsk. ses­a­mol­ía
  • ½ dl hlyn­sýróp, eða púður­syk­ur
  • ½ dl vatn
  • 2-3 tsk. maísmjöl
  • 3 hvít­lauksrif
  • 1 tsk. rifið engi­fer

Sus­hi hrís­grjón

  • 2 dl sus­hi grjón
  • 3 dl vatn
  • ½ dl hrís­grjóna­e­dik
  • 2 msk. syk­ur
  • 1 tsk. salt 

Chili-majó

  • 100 g veg­an maj­ónes
  • 1-2 msk. sriracha sósa, eða eft­ir smekk
  • 2 tsk. sojasósa
  • 1 msk. hrís­grjóna­e­dik
  • 1 tsk. ses­a­mol­ía
  • safi úr ½ límónu 

Hug­mynd að sam­setn­ingu

  • 1/​4 rauðkáls­haus, skorið í þunna strimla
  • 4 stór­ar gul­ræt­ur, skorn­ar í borða með flysj­ara eða osta­skera
  • ½ gúrka, skor­in í lengj­ur
  • ½ paprika, skor­in í lengj­ur
  • 1 mangó, skorið í ten­inga
  • ½  pk. frosn­ar eda­mame baun­ir, 150 g
  • 2 avóka­dó, skor­in í ten­inga
  • 2 msk. ses­am­fræ 

Aðferð:

  1. Veg­an ter­iyaki kjúk­ling­ur:
  2. Leyfið veg­an kjúk­lingn­um að þiðna.
  3. Blandið öll­um hrá­efn­un­um nema veg­an kjúk­lingn­um sam­an í lít­inn pott og sjóðið þar til sós­an þykkn­ar.
  4. Blandið um helm­ing sós­unn­ar sam­an við veg­an kjúk­ling­inn og steikið eða bakið í ofni við 180°C í um 20 mín eða þar til kjúk­ling­ur­inn er orðinn stökk­ur að utan.
  5. Hrærið loks af­gang­in­um af sós­unni sam­an við.

Sus­hi hrís­grjón

  1. Byrjið á að skola hrís­grjón­in vel (miðið við að vatnið sem kem­ur renn­ur af þeim sé orðið al­veg glært).
  2. Eldið hrís­grjón­in  í potti með loki.
  3. Náið suðu og eldið svo á miðlungs-lág­um hita í um 15-20 mín­út­ur eða þar til hrís­grjón­in eru elduð í gegn.
  4. Takið af hell­unni og hrærið sykr­in­um, salt­inu og hrís­grjóna­e­dik­inu sam­an við en haldið þeim svo í pott­in­um með lok­inu í 10 mín­út­ur til viðbót­ar.

Chili-majó

  1. Hrærið öll­um hrá­efn­un­um nema sriracha sós­unni sam­an í skál. Bætið sriracha sós­unni sam­an við í skömmt­um og smakkið til.

Sam­setn­ing

  1. Setjið hrís­grjón­in neðst í skál­arn­ar svo þær fylli um 1/​4 – 1/​3.
  2. Raðið græn­met­inu og mangó­inu í skál­arn­ar ásamt eda­mame baun­un­um og veg­an ter­iyaki kjúk­lingn­um.
  3. Toppið með chili-maj­ó­inu og ses­am­fræj­um

Kó­kos­kúl­ur

  • 1 bolli döðlur, mjúk­ar
  • 1 msk. kakó
  • ½ tsk. vanillu paste
  • 1 msk. kaffi
  • 1 ½ bolli kíóna, poppað

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera niður döðlurn­ar í tvennt og hellið smá heitu vatn yfir þær í um það bil 1-2 mín­út­ur til þess að mýkja þær upp.
  2. Setjið döðlurn­ar í mat­vinnslu­vél og maukið þær aðeins. 
  3. Bætið síðan kakó, vanillu paste og kaffi sam­an við og veg­an smjöri og maukið.
  4. Setið döðlumaukið í skál og bætið við poppuðu kínóa og blandið sam­an.
  5. Mótið því næst kúl­ur upp úr blönd­unni og veltið upp úr kó­kos­mjöli.  
  6. Setjið þær síðan aðeins í frysti og berið fram kald­ar.
Kókoskúlur njóta ávallt vinsælda.
Kó­kos­kúl­ur njóta ávallt vin­sælda. Ljós­mynd/Þ​ór­dís Ólöf

Sunnu­dag­ur – Karríkó­kospot­trétt­ur

„Sunnu­dag­ar eru oft svona heima­dag­ar hjá mér þar sem ég tek dag­inn í að skipu­leggja næstu viku og einnig hvað eigi að vera í mat­inn,, Þessa upp­skrift fann ég þegar að Ólöf Ólafs­dótt­ir landliðskokk­ur var með vikumat­seðill á Mat­ar­vefn­um og hef­ur slegið í gegn hjá mér. Auðvitað er ekk­ert betra en að fá sér góðan kaffi­bolla með osta­köku, gul­róta­köku eða döðluköku frá Ellu Stínu í eft­ir­rétt. Mér finnst æðis­legt að fá með veg­an Qatly rjóma sem ég þeyti í rjómasprautu og ber fram kök­un­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert