Svona lítur vikumatseðillinn hennar Ellu Stínu út

Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, á heiðurinn …
Elín Kristín Guðmundsdóttir, alla jafna kölluð Ella Stína, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Elín Kristín Guðmundsdóttir, betur kynnt sem Ella Stína, á heiðurinn af vikumatseðlinum að þessu sinni sem er sannkallaður grænmetisvikumatseðill. Ella Stína hefur mikla ástríðu fyrir að útbúa góðan mat sem kemur úr plönturíkínu.

„Ég vil nota einfaldleikann þegar ég er að útbúa mat og að hann sé sem næstur uppruna sínum. Ástríða mín hefur í mörg ár verið og eiginlega síðan ég var krakki að útbúa góðan mat. Það er alltaf gaman að fá góða gesti í mat og ég er oft með fullt hús af fólki í mat. Það sem einkennir mig sem góðan kokk er að ég man aldrei uppskriftir þannig að ég reyni að spinna saman því sem til er í ísskápnum hverju sinni og bæti svo við allskonar fersku grænmeti,“ segir Ella Stína og hlær.

Ella Stína á og rekur fyrirtækið Ella Stína sem framleiðir vegan matvörur og er orðið þekkt vörumerki. „Vörumerkið er alltaf að stækka og að verða þekktara meðal neytanda og er ég virkilega þakklát mínum viðskiptavinum sem versla af mér aftur og aftur. Þá get ég haldið áfram að gera það sem mér finnst skemmtilegt að finna nýjungar og vöruþróun á góðum vörum sem innihalda hreinleika.

Er í samstarfi við Lemon og Yuzu

Það helsta sem er á teikniborðinu mínu núna er að ég er að koma með nýjar vörur inn í lok ágúst byrjun september sem eru ostur. Bæði í sneiðum og rifinn, að þessu verkefni er ég búin að vinna að í marga mánuði í samstarfi við franskt fyrirtæki. Osturinn kemur í verslanir mjög fljótlega. Það eru líka að koma 4 tegundir af vegan súkkulaði á markaðinn frá Belgíu. Tegundir sem hafa ekki sést hér á landi áður og ég er virkilega spennt fyrir því. Það eru því gríðarlega spennandi tímar framundan. Einnig er ég í samstarfi við fyrirtæki eins og Lemon og Yuzu sem er einstaklega skemmtilegt og gefandi.  Við Haukur á Yuzu munum koma fljótlega saman með nýjung á markaðinn og vonum að eigi eftir að slá í gegn,“ segir Ella Stína sposk á svip.

Byrjuð að undirbúa jólin

Ella Stína segist líka vera farin að huga að jólunum. „Svo má auðvitað ekki gleyma að það styttist í jólin og ég er farin að undirbúa jólin þar sem jólin er mjög annasamur tími hjá matarfrumkvöðli. Við viljum öll fá góðan mat á jólum og áramótum. Þannig að það er engin lognmolla hjá mér þessa dagana enda þrífst ég í því að hafa nóg að gera en auðvitað halda smá jafnvægi því annars hættir þetta að vera gaman,“ bætir Ella Stína við.

Rútínan er að detta inn hjá mörgum og þá gott að hafa gott skipulag á matarmálunum sem einfalda hlutina. Það hefur verið eitt af mínum markmiðum í vöruþróun hjá Ellu Stínu að koma með hollan kost sem lausn fyrir fjölskyldur,“ segir Ella Stína að lokum.

Mánudagur- Spagettí

„Þetta spagettí er einfalt og tekur ekki langan tíma sem öllum á heimilinu finnst gott‘‘

Einfalt og ljúffengt spagettí.
Einfalt og ljúffengt spagettí. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Vegan spagettí

  • 1-2 pk. vegan hakk sérval Ellu Stínu hver pakki inniheldur 200g
  • 1 stk. skalotlaukur
  • 3-4 stk. sveppir frá Flúðum
  • 1-2  stk. flöskur Tómatpasta frá Sollu
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 2 msk. rauðvínsedik
  • 1-2 tsk. kókospálmsykur
  • 1 stk. lárviðarlauf
  • 2 tsk. sítrónupipar
  • 2 tsk. timian
  • 2 tsk. salvía
  • 1 tsk. tzaziki
  • Salt og pipar eftir smekk
  • Lúka af ferskri steinselju.

Aðferð:

  1. Takið hakkið úr frysti áður en þið ætlið að nota það mér finnst betra að hafa það ekki alveg frosið.
  2. Skerið niður skalotlauk og sveppi og steikið á pönnu í smá stund þar til skalotlaukurinn er farinn að mýkjast og sveppirnir eru orðnir brúnir.
  3. Setjið kryddin saman við og því næst hakkið.
  4. Takið tómatpasta og tómatpúru og setjið saman við.
  5. Bætið við rauðvínsediki og kókospálmsykri og látið malla saman í um það bil 15 mínútur.

Spagettí

  • 1 pk spagettí, 500 g 

Aðferð:

  1. Sjóðið spagettí samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum.

Kasjúhnetu parmesan

  • 1 dl kasjúhnetur  

Aðferð:

  1. Þurrristið kasjúhneturnar á pönnu eða í ofni þar til þær eru gullnar að lit.
  2. Pressið hvítlaukinn og setjið svo öll hráefni saman í blandara og blandið þar til orðið fínmalað.
  3. Geymið kasjúhnetu parmesanostinn í kæli. 

Þriðjudagur - Píta með kjúllabitum og pítusósu að hætti Ellu Stínu

,,Þriðjudagar eru oft svona dagar sem maður veit varla hvað á að vera í matinn og langar grípa í einfalda en holla máltíð.“

Píta með kjúllabitum.
Píta með kjúllabitum. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Píta með kjúllabitum og pítusósu

Fyrir 4-6

  • 1 pk. frosin pítubrauð að eigin vali
  • 2 pk. vegan kjúklingur Ella Stína
  • Pítusósa Ella Stína
  • ½ -1 gúrka
  • 3-4 tómatar
  • Ferskt salat að eigin vali
  • 1 stk. rauðlaukur

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C hita ef þið viljið hita kjúklinginn í ofni fremur en að steikja á pönnu.
  2. Steikið eða bakið vegan kjúklinginn, annaðhvort á pönnu, upp úr olíu þar til hann hefur brúnast og kryddið með salti og pipar eða bakið í ofni við 180°C hita.
  3. Skerið grænmetið smátt niður og raðið í skálar.
  4. Ristið pítubrauðin þar til þau eru mjúk, gæti þurft að rista tvisvar.
  5. Setjið píturnar saman eftir smekk og njótið.

Miðvikudagur – Ofnbakað tófu

,,Við fjölskyldan elsku að njóta tófu með kínóa og jógúrt dillsósu.“ 

Syndsamlega gott ofnbakað tófú að hætti Hildar Ómars.
Syndsamlega gott ofnbakað tófú að hætti Hildar Ómars. Ljósmynd/Hildur Ómars

Hversdagslegt ofnbakað tófu að hætti Hildar Ómars

  • 2 dl kínóa
  • 4 dl vatn
  • 1 teningur jurtakraftur
  • 1 kubbur Tófú (450g)
  • 1 msk. tamari sósa
  • 2 msk. ólífuolía
  • 1 msk. cajun krydd

Meðlæti

  • Salat, sjá uppskrift fyrir neðan
  • Jógúrt dill dressing, sjá uppskrift fyrir neðan

Aðferð:

  1. Þerrið tófúið með eldhúspappír eða viskustykki. Það er mjög gott ef hægt er að leggja eitthvað þungt ofan á það og leyfa því að pressast í einhverja stund en það þarf ekki.
  2. Skerið tófúið í sneiðar og veltið því upp úr olíunni, tamari og cajun kryddi.
  3. Leyfið tófúínu að draga í sig maríneringuna í um það bil 10 mínútur.
  4. Bakið tófúið í ofni á 200°C hita í 20 mínútur.
  5. Sjóðið kínóaið á miðlungsháum hita þar til það hefur dregið vatnið í sig, það tekur um 10-12 mínútur.
  6. Útbúið sósuna með því að blanda saman oatly jógúrtinni, olíu, safa úr sítrónu, smátt skornu dilli og smá salti.
  7. Berið tófúið fram ásamt kínóa, salati, jógúrt dill sósu og toppið gjarnan með pekanhnetum, trönuberjum og graslauk.

Jógúrt dill dressing

  • 3 dl hrein hafrajógúrt frá oatly
  • 2 msk. safi úr sítrónu
  • 1 dl ferskt smátt skorið dill
  • 2 msk. ólífuolía
  • Smá salt

Salat

  1. 1 dl smátt saxaðar pekanhnetur
  2. ½ dl trönuber
  3. ½ dl saxaður graslaukur

Fimmtudagur - Risaeðlunaggar með tómatsósu, hrísgrjónum og salati

,,Allir krakkar og líka fullorðnir elska risaeðlunaggana og hef ég fengið fjöldann allan af ánægðum viðskiptavinum sem segja að risaeðlunaggarnir séu í svo miklu uppáhaldi. Þeir innihalda ekki soja sem er mikill kostur.“

Risaeðlurnaggar með tómatsósu er eitthvað sem margir krakkar elska.
Risaeðlurnaggar með tómatsósu er eitthvað sem margir krakkar elska. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Risaeðlunaggar með tómatsósu, hrísgrjónum og salati

  • 2-3 pk. risaeðlunaggar
  • Hýðishrísgrjón eða perubygg
  • Salat, uppskrift fyrir neðan
  • Salatsósa
  • Tómatsósa, fyrir börnin

Aðferð:

  1. Setið naggana á ofnplötu klædda bökunarpappír og inn í ofninn í 10-15 mínútur á 200°C hita.
  2. 2 dl hýðishrísgrjón eða perlubygg soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningu.

Blandað salat

  • ½ kínakál
  • ½ rauðkálshaus
  • 2-3 tómatar
  • ½ gúrka
  • 1 stk. paprika skorið í bita
  • 1 stk. avókadó skorið í bita

Aðferð:

  1. Skerið allt hráefnið niður eftir ykkar smekk.
  2. Blandið síðan öllu hráefninu saman í skál á fallegan máta.

Salatsósa

Föstudagur – Vegan borgari

„Á mínu heimili er oft föstudagspitsa eða vegan borgari. Ég er mjög oft með þennan vegan borgara en hann nýtur ávallt vinsælda á mínu heimili

Laugardagur – Poke-skál með kjúkling

„Ég hreinlega get ekki annað en komið með þessa uppskrift sem er Poke vegan skál ég einfaldlega elska þessa uppskrift. Þessi uppskrift er unnin í samstarfi við grænkeran, hana Þórdísi en hún tekur allar mínar ljósmyndir og býr líka til til frábærar uppskriftir í samstarfi við mig. Síðan langar mig að vera með eftirrétt, kókoskúlur sem bráðna í munni.“

Girnileg Poke-skál.
Girnileg Poke-skál. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Poke-skál með kjúkling, sushi hrísgrjónum og chili-majó

Vegan teriyaki kjúklingur

  • 2 pk. vegan kjúklingur Ellu Stínu (280 g)
  • 1 dl sojasósa
  • 1 msk. hrísgrjónaedik
  • 1 tsk. sesamolía
  • ½ dl hlynsýróp, eða púðursykur
  • ½ dl vatn
  • 2-3 tsk. maísmjöl
  • 3 hvítlauksrif
  • 1 tsk. rifið engifer

Sushi hrísgrjón

  • 2 dl sushi grjón
  • 3 dl vatn
  • ½ dl hrísgrjónaedik
  • 2 msk. sykur
  • 1 tsk. salt 

Chili-majó

  • 100 g vegan majónes
  • 1-2 msk. sriracha sósa, eða eftir smekk
  • 2 tsk. sojasósa
  • 1 msk. hrísgrjónaedik
  • 1 tsk. sesamolía
  • safi úr ½ límónu 

Hugmynd að samsetningu

  • 1/4 rauðkálshaus, skorið í þunna strimla
  • 4 stórar gulrætur, skornar í borða með flysjara eða ostaskera
  • ½ gúrka, skorin í lengjur
  • ½ paprika, skorin í lengjur
  • 1 mangó, skorið í teninga
  • ½  pk. frosnar edamame baunir, 150 g
  • 2 avókadó, skorin í teninga
  • 2 msk. sesamfræ 

Aðferð:

  1. Vegan teriyaki kjúklingur:
  2. Leyfið vegan kjúklingnum að þiðna.
  3. Blandið öllum hráefnunum nema vegan kjúklingnum saman í lítinn pott og sjóðið þar til sósan þykknar.
  4. Blandið um helming sósunnar saman við vegan kjúklinginn og steikið eða bakið í ofni við 180°C í um 20 mín eða þar til kjúklingurinn er orðinn stökkur að utan.
  5. Hrærið loks afganginum af sósunni saman við.

Sushi hrísgrjón

  1. Byrjið á að skola hrísgrjónin vel (miðið við að vatnið sem kemur rennur af þeim sé orðið alveg glært).
  2. Eldið hrísgrjónin  í potti með loki.
  3. Náið suðu og eldið svo á miðlungs-lágum hita í um 15-20 mínútur eða þar til hrísgrjónin eru elduð í gegn.
  4. Takið af hellunni og hrærið sykrinum, saltinu og hrísgrjónaedikinu saman við en haldið þeim svo í pottinum með lokinu í 10 mínútur til viðbótar.

Chili-majó

  1. Hrærið öllum hráefnunum nema sriracha sósunni saman í skál. Bætið sriracha sósunni saman við í skömmtum og smakkið til.

Samsetning

  1. Setjið hrísgrjónin neðst í skálarnar svo þær fylli um 1/4 – 1/3.
  2. Raðið grænmetinu og mangóinu í skálarnar ásamt edamame baununum og vegan teriyaki kjúklingnum.
  3. Toppið með chili-majóinu og sesamfræjum

Kókoskúlur

  • 1 bolli döðlur, mjúkar
  • 1 msk. kakó
  • ½ tsk. vanillu paste
  • 1 msk. kaffi
  • 1 ½ bolli kíóna, poppað

Aðferð:

  1. Byrjið á að skera niður döðlurnar í tvennt og hellið smá heitu vatn yfir þær í um það bil 1-2 mínútur til þess að mýkja þær upp.
  2. Setjið döðlurnar í matvinnsluvél og maukið þær aðeins. 
  3. Bætið síðan kakó, vanillu paste og kaffi saman við og vegan smjöri og maukið.
  4. Setið döðlumaukið í skál og bætið við poppuðu kínóa og blandið saman.
  5. Mótið því næst kúlur upp úr blöndunni og veltið upp úr kókosmjöli.  
  6. Setjið þær síðan aðeins í frysti og berið fram kaldar.
Kókoskúlur njóta ávallt vinsælda.
Kókoskúlur njóta ávallt vinsælda. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Sunnudagur – Karríkókospottréttur

„Sunnudagar eru oft svona heimadagar hjá mér þar sem ég tek daginn í að skipuleggja næstu viku og einnig hvað eigi að vera í matinn,, Þessa uppskrift fann ég þegar að Ólöf Ólafsdóttir landliðskokkur var með vikumatseðill á Matarvefnum og hefur slegið í gegn hjá mér. Auðvitað er ekkert betra en að fá sér góðan kaffibolla með ostaköku, gulrótaköku eða döðluköku frá Ellu Stínu í eftirrétt. Mér finnst æðislegt að fá með vegan Qatly rjóma sem ég þeyti í rjómasprautu og ber fram kökunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert