Ofnbakaðar paprikur með kínóafyllingu

Svo girnilegar þessar fylltu paprikur.
Svo girnilegar þessar fylltu paprikur. Ljósmynd/Þórdís Ólöf

Þessi rétt­ur er ekki ein­ung­is skemmti­leg­ur út­lits­lega held­ur er bragðið ómót­stæðilega gott. Upp­skrift­inni kem­ur úr smiðju Þór­dís­ar Ólaf­ar Sig­ur­jóns­dótt­ur upp­skrifta­höf­und­ar sem held­ur úti upp­skrift­asíðunni Grænker­ar.

Aðspurð seg­ir Þór­dís að þessi upp­skrift komi inni­lega á óvart og eru þess­ar ofn­bökuðu paprik­ur með kínóa­fyll­ingu orðnar einn af reglu­bundn­um rétt­um heim­il­is­ins.

„Ég held að lyk­ill­inn við bragðið fel­ist í tveim­ur atriðum. Ann­ars veg­ar er kínóið soðið með græn­metisten­ing sem gef­ur því betra bragð. Hins veg­ar inni­held­ur fyll­ing­in ekki aðeins kínóa held­ur einnig veg­an hakk, gul­ar baun­ir og svart­baun­ir. Hún er því ótrú­lega bragðmik­il og mett­andi,“ seg­ir Þór­dís með bros á vör.

Ofnbakaðar paprikur með kínóafyllingu

Vista Prenta

Ofn­bakaðar paprik­ur með kínóa­fyll­ingu

Fyr­ir 6-8

  • 4 stór­ar paprik­ur
  • 2 dl kínóa
  • 1 stk. græn­metisten­ing­ur
  • 1 pk. veg­an hakk
  • 1 stk. rauðlauk­ur
  • 2-3 stk. hvít­lauksrif
  • 1-2 dl maískorn
  • 1 dós svart­baun­ir
  • 1 dós hakkaðir tóm­at­ar
  • 2 tsk. paprikukrydd
  • 1 tsk. cum­in
  • Salt og pip­ar, eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Kveikið á ofn­in­um og hitið í 180°C, blást­ur.
  2. Skolið kínóað vel.
  3. Sjóðið í um 20 mín­út­ur í 4 dl af vatni ásamt ein­um græn­metisten­ing.
  4. Saxið rauðlauk og pressið hvít­lauk.
  5. Mýkið á pönnu upp úr olíu.
  6. Bætið veg­an hakk­inu sam­an við lauk­inn og steikið við miðlungs­hita þar til til hakkið hef­ur brún­ast.
  7. Bætið nú krydd­un­um sam­an við hakkið ásamt baun­um og tómöt­um í dós.
  8. Hrærið loks soðnu kínóainu sam­an við og smakkið til.
  9. Skerið paprik­urn­ar í helm­inga og fræhreinsið.
  10. Raðið þeim í eld­fast mót eða á bök­un­ar­plötu.
  11. Setjið vel af fyll­ingu ofan í hvern papriku­helm­ing og lokið fat­inu með álp­app­ír.
  12. Bakið fylltu paprik­urn­ar í alls 30 mín­út­ur með álp­app­ír yfir.
  13. Ef þið viljið setja veg­an ost ofan á er best að gera það þegar 20 mín­út­ur eru liðnar af bök­un­ar­tíma.
  14. Dreifið þá ost­in­um yfir og bakið í 10 mín­út­ur með álp­app­ír­inn enn yfir.
  15. Takið nú álp­app­ír­inn af og bakið fylltu paprik­urn­ar í 10 mín­út­ur til viðbót­ar.
  16. Berið fram ásamt ferskri stein­selju eða kórí­and­er.
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert