Ómótstæðilega góðir ofnbakaðir þorskhnakkar í osta- og pestósósu

Ofnbakaðir þorskhnakkar í osta- og pestósósu með ferskum sprettum.
Ofnbakaðir þorskhnakkar í osta- og pestósósu með ferskum sprettum. Ljósmynd/Sjöfn

Ég bauð fjöl­skyld­unni upp á þennan ljúffenga fiskrétt í vik­unni og einfalt meðlæti sem tekur stutta stund að framreiða. Hér eru á ferðinni ofnbakaðir þorskhnakkar í osta- og pestósósu sem bragðast ómótstæðilega vel saman. Með þessu bauð ég upp á ferskt salat og soðin hrísgrjón­. Það má líka sjóða nýtt smælki, kartöflur og hafa með. Nú er uppskerutími og nýjar kartöflur komnar í verslanir sem passa fullkomlega þessum fiskrétt.

Ómótstæðilega góður fiskréttur sem bragðast afar vel með fersku salati …
Ómótstæðilega góður fiskréttur sem bragðast afar vel með fersku salati og hrísgrjónum. Ljósmynd/Sjöfn

Ofnbakaðir þorskhnakkar í osta- og pestósósu

Fyr­ir 4

  • kg þorsk­hnakk­ar
  • 1 stk. piparostur
  • 250 ml rjómi
  • 1 lítil krukka rautt pestó
  • 1 msk. sýrður rjómi
  • 2-3 msk. rjóma­ost­ur
  • Græn­metiskrydd frá Mabrúka eft­ir smekk
  • Pip­ar og salt eft­ir smekk
  • Ólífu­olía eft­ir smekk
  • 1 lúka ferskar sprettur, fæ mínar hjá VAXA
  • Rif­inn mozzarellaostur eft­ir smekk

Aðferð:

  1. Byrjið á því að hita ofn­inn í 180°C hita.
  2. Skerið fisk­inn í jafnstóra bita.
  3. Finnið til meðal­stórt eld­fast mót.
  4. Setjið ör­lítið af ólífu­olíu í fatið.
  5. Leggið fisk­inn í eld­fast mót og kryddið eft­ir smekk með krydd­un­um.
  6. Skerið piparostinn í ten­inga og setjið í pott ásamt rjómanum bræðið þar til ost­ur­inn hef­ur leyst upp.
  7. Bætið þá við pestó­inu, sýrða rjóm­an­um og rjóma­ost­in­um út í.
  8.  Þegar ostablandan er orðin nokkuð góð og blandast vel við pestóið er lag að taka pottinn af hellunni og taka næsta skref
  9. Hellið sós­unni yfir fisk­inn og dreifið rifn­um mozzarellaosti yfir.
  10. Setjið eldfasta mótið með fisknum í ostablöndunni inn í ofn og bakið í um það bil 20 til 25 mín­út­ur eða þar til mozzarellaosturinn er aðeins far­inn að brún­ast.
  11. Dreifið ferskum sprettum yfir rétt­inn þegar hann kem­ur úr ofn­in­um
  12. Berið fram með fersku sal­ati að eigin val og hrísgrjónum, líka afar gott að bera fram nýjar soðnar kartöflur. Smælki passar sérstaklega vel með þessum fiskrétti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert