Það er gott að fá sér skyr í morgunmat en það má líka gera vel við sig stundum og fá sér sælkeraskyrrétt. Þessi uppskrift kemur úr smiðju Helenu Gunnarsdóttur hjá Eldhúsperlum og birtist á uppskriftavefnum Gott í matinn en hún kallar þetta skyrdesert. Það má auðvitað líka fá sér þennan í eftirrétt og njóta, enda er þessi sætur, það gerir púðursykurinn. Svo er svo gott að bæta smá súkkulaði við. Súkkulaði gerir allt betra.
Sælkeraskyrréttur
- 1 llítil dós skyr hreint
- púðursykur eftir smekk
- bláber eftir smekk
- granóla eða hnetur eftir smekk
- karamellusósa að eigin val og magn eftir smekk
Aðferð:
- Setjið smá púðursykur í botn á litlum glösum.
- Hrærið ögn af púðursykri saman við hreint skyr eða setjið til skiptis hreint skyr og smá púðursykur svo það verði lagskipt.
- Toppið með bláberjum, granóla og karamellusósu.
- Ef vill er líka hægt að setja smá af súkkulaðidropum ofan á, til dæmis 70% súkkulaðidropa frá Kaju.