Nýttu garðinn betur

Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur hvetur til þess að við nýtum …
Ísak Aron Jóhannsson landsliðskokkur hvetur til þess að við nýtum garðinn betur þegar kemur að því að krydda til matargerðina Samsett mynd

Þá er komið að hús­ráði vik­unn­ar úr smiðju fyr­irliða ís­lenska kokka­landsliðsins, Ísaks Arons Jó­hanns­son­ar. Hann gef­ur les­end­um mat­ar­vefs­ins góð hús­ráð flestalla föstu­daga sem nýt­ast vel við mat­ar­gerðina, bakst­ur­inn og þegar grilla skal. Að þessu sinni gef­ur hann legg­ur hann til að þú nýtir garðinn betur þegar kemur að því að krydda matinn meira til. Það til að mynda ávallt gaman að skreyta matinn með fallegum ætisblómum sem má borða svo fátt sé nefnt. Síðan er líka hægt að gera alls konar seyði og te úr jurtum sem vaxa í mörgum görðum. Við þekkjum öll að við getum leikið okkur með rabarbarann en það eru fleiri jurtir og blóm sem má nýta.

Nýta má hundasúrur og rósir í matreiðslu

„Margt er í garðinum sem hægt er að nýta til matreiðslu til dæmis rósir, hundasúrur og berin sem eru að ná góðum þroska þessa dagana eins og rifsberin svo fátt sé nefnt. Hansarósir eru einstaklega fallegar en þær smakkast einnig mjög vel. Einnig er hægt er að gera te, seyði eða jafnvel síróp úr rósum. Síðan er hægt að nota hundasúrur í salat til að fá skemmtilegt súrt bragð. Svo eru það auðvitað fíflarnir. Náttúran er auðug af næringu og um það er um að gera að nýta það sem náttúran gefur og prufa sig áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert